Æskulýðsstarf haustið 2019

Barna og unglingastarf Selfosskirkju er ýmist hafið eða að hefjast á næstu dögum.

Fjölskyldusamverur á sunnudögum hófust 1. sept.

Æskulýðsfundir á þriðjudögum eru farnir af stað.

TTT 10 -12 ára hefst miðvikudaginn 4. sept. kl. 16:00

Foreldramorgnar hófust 28. ágúst.

6 – 9 ára hefst í lok september og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Kynning á æskulýðsstarfi Selfosskirkju verður í Frístundamessu Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla 6. og 7. september.

Fyrsta fjölskyldumessa vetrarins verður 15. september.

Nánari upplýsingar um æskulýðsstarfið gefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju aesko@selfosskirkja.is

Messa í Selfosskirkju og göngumessa í Hellisskógi

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Elísa Elíasdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Katrín Birna Sigurðardóttir nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga spilar á Selló í athöfninni.

Um kvöldið kl. 20:00 verður göngumessa í Hellisskógi, byrjað verður við bílastæðin, gengið um og stoppað með ritningarlestri, prédikun og bæn. 


 

Laugardælakirkja -guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Gengið til kirkju

Að þessu sinni er guðsþjónusta prestakallsins í Laugardælakirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11. Sr. Axel þjónar fyrir altari og Ingi Heiðmar Jónsson er organisti. Kær komið tækifæri gæti hér gefist að koma gangandi til kirkjunnar.

Í kjölfar guðsþjónustunnar er haldinn aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar. Dagskrá aðalsafnaðarfundar er skv. starfsreglum þessi:
1. Gerð sé grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna
þeirra til árs í senn.
[6. Kosning sóknarnefndar.
7. Kosning kjörnefndar.
8. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
9. Önnur mál.]1)