Sr. Guðbjörg og sr. Ninna Sif

sr. Ninna Sif og sr. GuðbjörgBiskup Íslands hefur ákveðið að skipa sr. Guðbjörgu Arnardóttur í embætti sóknarprests í Selfossprestakalli og sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur í embætti prests í Selfossprestakalli frá 1. ágúst n.k. Þetta er ekki í fyrsta skiptið í kirkjusögu Íslands sem sóknarprestur og prestur prestakalls eru konur. Árin 1995 – 1997 gegndu tvær konur samtímis embættum sóknarprests og prests við Seltjarnarneskirkju, þær sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir sem var ráðinn prestur við Seltjarnarneskirkju. Enn fremur í Egilsstaðaprestakalli voru þær sr. Jóhanna Sigmarsdóttir sóknarprestur og  sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur. Hjá íslenska söfnuðinum í Noregi eru líka tvær konur að starfi en það eru þær sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur  og sr.  Ása Laufey Sæmundsdóttir.

Sjá á kirkjan.is

Sunnudagurinn 31. maí

Þorvaldur Karl Helgason

Þorvaldur Karl Helgason

Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þann 31. maí 2015. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason en þetta verður síðasta messa hans í prestsþjónustu hans við Selfossprestakall. Tristan Máni Valdimarsson verður fermdur en hann býr í Svíþjóð. Organsti Jörg E Sondermann, kirkjukór Selfoss syngur og leiðir söng. Súpa og kaffi gegn vægu gjaldi eftir messuna. Verið velkomin.

Prestsþjónusta í Selfossprestskalli til 15. júlí 2015

HirðirSr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur mun sinna prestsþjónustu við Selfossprestakall til 15. júlí 2015. Eins og kunnugt er, kom sr. Axel   til afleysinga í ágústmánuði 2012 og þá  til níu mánaða en mánuðirnir verða orðnir 36 þegar upp verður staðið. Viðtalstímar sr. Axel á þessu tímabili verður eftir samkomulagi, sími 8561574 og netfangið er axel.arnason (hjá) kirkjan.is. Messað verður alla sunnudaga kl. 11 í Selfosskirkju.

Sr. Þorvaldur Karl Helgason hverfur frá prestakallinu 31. maí 2015 en hann var settur sóknarprestur frá 1. nóvember 2014 til og með 31. maí 2015.

Umsækjendur um sóknarprestsembætti og prestsembætti Selfossprestakalls

Biskupsembættið birti 26. maí nöfn þeirra sem sóttu um embætti prests og sóknarprests Selfossprestakalls.Embættin verða veitt frá 1. ágúst 2015.

Umsækjendur um sóknarprestsembættið eru:

Séra Guðbjörg Arnardóttir
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir
Séra Úrsúla Árnadóttir

Umsækjendur um prestsembættið eru:

Mag. theol. Elvar Ingimundarson
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir
Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson
Mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir
Mag. theol. María Rut Baldursdóttir
Cand. theol. María Gunnarsdóttir
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir
Séra Úrsúla Árnadóttir
Mag. theol. Viðar Stefánsson

Hvítasunna 2015

HvítasunnaHátíðarmessa á hvítasunnudag, 24. maí kl. 11. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Allir velkomnir!

Villingaholtskirkja: Ferming á hvítasunnudag, 24. maí kl. 13:30. Fermd verður Kolbrún Katla Jónsdóttir, Lyngholti. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Laugardælakirkja: Fermingarmessa kl. 13 á annan í hvítasunnu, 25. maí.  Fermdur verður Guðjón Leó Tyrfingsson, Ljónsstöðum.  Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Hraungerðiskirkja: Ferming á annan í hvítasunnu, 25. maí kl. 11:00. Fermd verður Arndís María Ingólfsdóttir. Prestur er sr. Axel Á. Njarðvík. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Uppstigningardagur – Dagur aldraðra

 

móður og ömmu

móður og ömmu

Uppstigningardagur er fjörutíu dögum eftir páska. Með honum hefst undirbúningstími þriðju stórhátíðarinnar, hvítasunnu. 

Kirkjan hefur haldið hátíð uppstigningar Drottins á sérstökum degi síðan um 400. Frá því á 6. öld var dagurinn haldinn hátíðlegur með mikilli viðhöfn í Róm og breiddust söngvar hans og siðir þaðan út um alla kristnina.
 
Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Selfosskirkju verður messa þar sem Margrét Steina Gunnarsdóttir flytur hugvekju. Kirkjukórinn syngur. Kórstjóri og organisti Jörg Sondermann. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason.
Súpa og kaffi eftir messu í boði héraðssjóðs Suðurprófastsdæmis. Aldraðir eru sérstaklega boðnir velkomnir.