Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldguðsþjónusta

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem Unglingakórinn syngur, nýkominn þá úr tveggja nátta æfingardvöl í Vík í Mýrdal ásamt Edit Molnár. Við munum fá að sá  söngatriðisins sem æskulýðsfélag Selfosskirkju var með á landsmóti æskulýðsfélaganna á Hvammstanga um síðustu helgi. Frábært atriði hjá þeim stöllum. Hvetjum aðstandendur og vini þeirra sem eru í æskulýðsfélaginu til að mæta í fjölskylduguðsþjónustuna.Verið öll velkomin.

Eyfi pressumynd 1Um kvöldið er boðað  til kvöldguðsþjónustu þar sem Eyfi syngur og spilar. Prestur er séra Axel Njarðvík. Eyfa þarf vart að kynna. Það verður innihaldsríkt að koma og leiðast til helgihalds með tónlist og söngvum samtímans í bland við gamlan texta. Verið öll velkomin til samfélagsins.

Orgelið „rokkar“

orgelpípurTónleikar í Selfosskirkju föstudagskvöldið 24. október kl.20:00

Fjölskyldutónleikar þar sem þekkt tónlist úr kvikmyndum s.s. Starwars, Pirates of the Caribbean, Indiana Jones,  með hljómsveitum eins og Queen, Abba ýmislegt fleira sem allir ættu að þekkja.
Organisti er Jón Bjarnason og Smári Þorsteinsson spilar á trommur. Aðgangseyrir er 2.000 kr. sem greiðast við inngang. Ekki er posi á staðnum. Frítt fyrir 15 ára og yngri, eldri borgara og öryrkja.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð á Suðurlandi sem hlaut styrk frá Menningarráði Suðurlands og héraðssjóði Suðurprófastsdæmis. Tónleikar verða í 5 kirkjum. Hafnarkirkju, Hveragerðiskirkju, Selfosskirkju, Skálholtsdómkirkju og Þorlákskirkju og fara allir fram í október.
Að morgni tónleikadags gefst börnum úr grunnskólum í næsta nágrenni við kirkjunnar kostur á því að koma og hlusta á stutta tónleika og kynningu á hljóðfærinu.

 

Sr. Kristinn Ágúst hættir

KristinnAgustSr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hvarf til annarra starfa frá og með 14. október 2014.

Þann 14. október 2014 var undirritað samkomulag biskups Íslands við sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson um tilfærslu í starfi.

Í fréttatilkynningu frá biskupi Íslands, dags. 15. október 2014 kemur fram að sr. Kristinn Ágúst telur að við sameiningu Hraungerðisprestakalls og Selfossprestakalls árið 2009, þegar hann varð sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli, hafi honum ekki verið unnt að sinna sóknarprestsskyldum sínum í prestakallinu. Með þeirri ákvörðun að bjóða séra Kristni Ágústi samning um tilfærslu í starfi er tekið undir það sjónarmið hans.

Sr. Kristinn Ágúst verður sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunar og heyrir beint undir biskup Íslands. Hann mun gegna sálgæslu og sáttamiðlun og sinna rannsóknum á því sviði, jafnframt því að sinna sérstakri þjónustu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá mun hann taka að sér einstök verkefni fyrir biskup og annast afleysingaþjónustu.

Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti, sem munu taka við þjónustu sumarið 2015.

Í vetur mun sr. Axel Árnason Njarðvík þjóna prestakallinu.  Viðbótarprestsþjónusta verður einnig  tryggð  og munu upplýsingar um hana berast síðar.

 

Nýr meðhjálpari

Nýr meðhjálpariSunnudaginn 21. september hóf nýr meðhjálpari sjálfboðið starf við Selfosskirkju er Vilhjámur E Eggertsson var boðinn velkominn til starfa við upphaf messu.  Nokkrir sinna þessu starfi að jafnaði. Á myndinni með Vilhjálmi er Sólrún Guðjónsdóttir en í nóvember næst komandi verða 20 ár liðin síðan fyrsta messan sem hún gengdi störfum meðhjálpara var.

Mál lögreglu 033-2014-004858

Rannsókn lögreglu á  kæra á meintum brotum á hegningarlögum og barnaverndarlögum í tenglsum við fermingarfræðslu í Selfosskirkju í ágústmánuði sl. hefur verið hætt. Ekki þótti grundvöllur til að halda áfram rannsókn þessa máls þar sem kæran var ekki á rökum reist.

Vetrarstarfið að hefjast – fjölskylduguðsþjónusta 14. sept

á leið til kirkjuFjölskylduðguðsþjónusta verður kl. 11 sunnudaginn 14. september og markar upphaf vetrarstarfsins í kirkjunni.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og æskulýðsleiðtogar þjóna.  Félagar í barna og unglingakórum kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár.  Létt máltíð í safnaðarheimili að messu lokinni.  Allir velkomnir! Sjáumst í kirkjunni!

Tólf sporin -andlegt ferðalag í Selfosskirkju 2014- 2015

Mannrækt – viltu bæta lífsgæðin?

12 spor

12 spor

Kynningarfundur um 12 spora starf verður miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 20:00 í Selfosskirkju.

12 spora starfið hefur gefið mörgum mjög mikið. 12 spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar til að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu með styrk kristinnar trúar. Opnir fundir verða haldnir kl. 20:00 þann 24. september, 1. október og 8. október og eftir það hefst vinna í lokuðum hópum. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostnaðarlausu, utan þess að þeir þurfa að kaupa vinnubókina 12 sporin –Andlegt ferðalag. Upplýsingar gefur Hugrún Helgadóttir Sími 822 844

Septembertónleikar í Selfosskirkju

Jörg SondermannSunnudaginn 7. sept. byrja árlegir Septembertónleikar í Selfosskirkju. Á fyrstu tónleikunum mun Jörg E. Sondermann, organisti kirkjunni leika verk eftir Johann Pachelbel, Johann Sebastian Bach, Friedrich Richter og Joseph Rheinberger.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.0 og aðgangur er ókeypis. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Selfosskirkju.