Á fundi sóknarnefndar 26. ágúst sl. sagði Grímur Hergeirsson af sér sem sóknarnefndarmaður og þar með hættir hann sem sóknarnefndarformaður Selfosssóknar. Björn Ingi Gíslason varaformaður tekur því sæti Gríms sem formaður sóknarnefndar og Guðný Ingvarsdóttir tekur sæti aðalsmanns í sóknarnefnd í stað Gríms fram að næsta aðalsafnaðarfundi.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
31. ágúst Messa- sr. Óskar kveður
Messa er kl. 11 sunnudaginn 31. ágúst. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Kirkjukór Selfoss leiðir sönginn og organisti er Jörg Sondermann. Súpa og kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir!
Þetta verður kveðjumessa sr. Óskar við Selfossprestkall en hann tekur við embætti sóknarprests í Hruna 1. september nk.
Messa sunnudaginn 24. ágúst kl. 11
Messa sunnudaginn 24. ágúst kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að koma. Súpa gegn vægu gjaldi í hádegi. Prestur sr. Axel og Jörg er organisti. Klukkan 10:30 verður messuformið opnað með kynningu sem gott væri að fermingarbörnin kæmu til. Sem sagt verið öll velkomin til messu kl. 10:30.
Sr. Guðbjörg í Odda messar 17. ágúst
Messa sunnudaginn 17. ágúst nk. kl. 11. Prestur er sr. Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur í Odda. Organisti er Jörg Sondermann. Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir!
Orgelstund og notalegt andrúmsloft á miðvikudagskvöldum kl. 20
Á miðvikudagskvöldum í sumar kl. 20 er boðið upp á notalega samveru fyrir ferðamenn og aðra áhugasama. Jörg Sondermann hefur umsjón með þessum samverum, leikur á orgelið og segir stuttlega frá kirkjunni. Allir velkomnir!
Tónleikar Romsdalskórsins 2. júlí
Norskur kór – Romsdalskórinn heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 20. Kórinn var með tónleika í Laugarneskirkju 30. júní sl. og voru þeir skemmtilegir enda góður kór á ferð. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Facebooksíða kórsins
Engispretturnar í Selfosskirkju- finnskur karlakór
Finnski karlakórinn Sirkat eða Engispretturnar heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 20. Kórinn kemur frá háskólabænum Jyväskylä en í honum eru einnig félagar frá Savonlinna, sem er vinabær Árborgar, og óskaði kórinn því að koma fram á Selfossi, en hann heldur aðra tónleika í Langholtskirkju í Reykjavík 16. júní. Sirkat er einn elsti og helsti karlakór Finna, stofnaður árið 1899 og heldur því upp á 115 ára afmæli sitt um þessar mundir. Stjórnandi kórsins er Nikke Isomöttönen sem er einnig þekktur hljómsveitarstjóri. Á efnisskránni eru bæði klassísk og nútímaleg karlakórslög auk laga sem hafa sérstaklega verið samin fyrir kórinn.
Hvítasunna 2014
Selfosskirkja: Ferming laugardaginn 7. júní kl. 13:30. Fermdir verða Björn Eggert og Pétur Gabríel Gústavssynir.
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11. Prestur sr. Axel Á. Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Allir velkomnir!
Hraungerðiskirkja: Ferming á hvítasunnudag kl. 13:30. Fermd verða Agnes Björg Birgisdóttir, Elín Inga Steinþórsdóttir og Stefán Narfi Bjarnason. Prestur er sr. Axel Á. Njarðvík. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Laugardælakirkja: Ferming á annan í hvítasunnu, 9. júní, kl. 11. Fermdar verða Sigdís Erla Ragnarsdóttir og Sunneva Þorsteinsdóttir. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Villingaholtskirkja: Ferming á annan í hvítasunnu 9. júní kl. 13:30. Fermd verða Alexander Ó.B. Kristjánsson, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Ýmir Atlason. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Vortónleikar tveggja kirkjukóra
Kirkjukór Selfoss og Kór Þorlákskirkju héldu saman vortónleika 22. maí í Selfosskirkju. Efnisskráin var fjölbreytt og sungu kórarnir saman og hvor í sínu lagi. Kirkjukór Selfoss flutti m.a. efni sem sungið verður í Finnlandsferð kórsins sem framundan er í byrjun júní. Þann 21. maí héldu kórarnir tónleika í Þorlákskirkju. Stjórnandi beggja kóranna er Jörg Sondermann.
Fermingarárgangur 1964 gaf kirkjunni bekk
Fríður hópur fermingarbarna heimsótti Selfosskirkju 10. maí sl. til að fagna 50 ára fermingarafmæli sínu. Þau voru fermd í kirkjunni af sr. Sigurði Pálssyni 10. maí 1964. Í tilefni tímamótanna færði fermingarhópurinn kirkjunni veglegan bekk sem komið verður fyrir í kirkjugarðinum. Hópurinn kom saman í kirkjunni þar sem sr. Óskar leiddi helgistund og minntist látinna vina úr þessum fermingarhópi. Í framhaldinu söng Ólafur Þórarinsson, einn úr fermingarhópnum, nokkur lög. Selfosskirkja þakkar þessa höfðinglegu gjöf og vináttuna sem fermingarhópurinn sýnir kirkjunni sinni.