Samlestur á bókinni Vakandi hugur-vökult hjarta

Vakandi hugur-100

Kyrrðarbænin (Centering Prayer) er víða stunduð í hópum á Íslandi – og um allan heim og líka í Selfosskirkju.  Boðið verður upp á lestrarferðalag um bókina Vakandi hugur- vökult hjarta eftir einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar  Thomas Keating. Kyrrðardagar og námskeið með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar má kynnat betur á vefnum undir www.kristinihugun.is. Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld innri þagnar. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast  og sem sagt einni hér í Selfosskirkju kl. 17 næstu mánudaga og sá fyrsti verður þann 14. apríl. Allir velkomnir.

Bókin kostar kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu en fæst víðar í bókaverslunum.

Passíusálmar á föstudeginum langa 2014

image

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju föstudaginn langa, þann 18. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil. Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman. Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst. Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.

Síðara föstuhádegi í Selfosskirkju

image

Föstuhádegi hið síðara verður kl. 12 föstudaginn 11. apríl. Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir. Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju.  Allir velkomnir!

Saltfiskur og föstustund í dag kl. 12

Föstuhádegi verður í dag og síðan aftur næsta föstudag  11. apríl.  Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir.  Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju.  Föstuhádegi hefjast um kl. 12 og þeim lýkur laust fyrir kl. 13.  Allir velkomnir!

Vissir þú? – Nokkrar tölur úr kirkjustarfinu

Á árinu 2013 voru 32 útfarir í Selfossprestakalli, 21 hjónavígsla og 83 börn voru skírð.  Fermingarbörn á síðasta vori voru 89 talsins.  Alls munu organisti og kirkjukór hafa sungið við 63 almennar guðsþjónustur á síðasta ári.  Morgunbænastundir (þriðjudaga til föstudaga kl. 10) voru 194 og alls mættu 3400 manns í þær stundir sem segir að 18 mæta í hverja stund að meðaltali.

„Sorgin knýr dyra“ í Selfosskirkju

Hafrót í lífinu

Hafrót í lífinu

Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i í Selfosskirkju á næstunni fyrir þau sem misst hafa náinn ástvin og glíma við sorg. Fyrsta skiptið verður þann 19. mars kl. 15:30 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel eða sr. Ninnu Sif.