Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík og organisti Jörg Sondermann. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi. Guðspjallstexti er tekinn úr Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús talar um hjálparann. Tilvalið tækifæri til að huga að andlegri uppbyggingu sinni. Pistillinn er úr Jakobsbréfi áhugaverð sýn birtist þar til „…Vitið þetta, elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það sem rétt er í augum Guðs. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“
Greinasafn fyrir flokkinn: Tilbeiðsla
10.-11. maí: Fermingar og KK í kvöldmessu
Laugardag og sunnudag, 10. og 11. maí, kl. 11 verða síðustu fermingarnar á þessu vori. Alls verða 24 börn fermd í þessum tveimur athöfnum. Á sunnudagskvöldinu verður svo síðasta kvöldmessa vetrarins en þá kemur hinn góðkunni tónlistarmaður KK í heimsókn og leikur nokkur af sínum bestu lögum innan um ritningarorð, hugvekju og bæn. Prestar verða sr. Óskar og sr. Ninna Sif. Sjáumst í kvöldmessu kl. 20 á sunnudag – allir velkomnir.
Á næstunni: Krossamessa, klassískir tónleikar og KK í kvöldmessu
Sunnudaginn 4. maí verður hin árlega krossamessa sem er uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar og þá verða þær sem eru að ljúka störfum með Unglingakórnum heiðraðar sérstaklega. Um kvöldið kl. 20 verða tónleikar þar sem fram koma Kammerkór Suðurlands, Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage, Guðný Guðmundsdóttir, Haukur Guðlaugsson, Hilmar Örn Agnarsson og Gunnar Kvaran. Sunnudagskvöldið 11. maí verður svo síðasta kvöldmessa vetrarins en þá mun hinn góðkunni tónlistarmaður KK (Kristján Kristjánsson) leiða tónlistina.
Fermingarmessa 27. apríl
Sunnudaginn 27. apríl kl. 11 verður fjórða fermingarmessan á þessu vori. Prestar kirkjunnar þjóna ásamt organista og kirkjukór. Sex börn verða fermd svo nóg pláss ætti að vera í kirkjunni fyrir almenna messugesti.
Frjálsíþróttamessa fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta!
Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, verður sumri fagnað í Selfosskirkju með frjálsíþróttamessu sem hefst kl. 11. Messan er samstarfsverkefni kirkjunnar og frjálsíþróttadeildar Umf Selfoss. Fjöldi ungra iðkenda sýnir listir sínar. Yfirþjálfari deildarinnar flytur stutt erindi ásamt tveimur iðkendum. Mikill söngur, sumarsálmar og mikil gleði. Bænablöðrum verður sleppt út í sumarið. Umsjón með messunni hafa Edit, sr. Ninna Sif og sr. Óskar. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svaladrykk í safnaðarheimili að messu lokinni. Frábær byrjun á sumri – sjáumst í kirkjunni!
Föstudagurinn langi í Selfosskirkju
Lestur Passíusálma Hallgríms hefst klukkan eitt og honum lýkur um sexleytið. Fólk getur komið og farið að vild.
Kyrrðarstund við krossinn verður síðan kl. 20. Þar er staldrað við og hugleidd 7 orð Krists á krossinum.
Passíusálmar eru einnig lesnir í Hrepphólakirkju á sama tíma.
Laugardælakirkja-Skírdagur 17. apríl
Laugardælakirkja:
Skírdagur 17. apríl – Messa kl. 13:30. Prestur sr. Axel Njarðvík. Almennur söngur. Altarisganga. Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar verður haldinn að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. starfsreglum um sóknarnefndir.
Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 og morgunverður á eftir
Á páskadag, 20. apríl, verður hátíðarmessa kl. 8. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Selfosssóknar til morgunkaffis í safnaðarheimili. Sjáumst á páskadagsmorgun – í kirkjunni!
Fyrstu fermingar um pálmasunnudagshelgi
Fyrstu fermingarnar á þessu vori verða um pálmasunnudagshelgina. Laugardaginn 12. apríl og á pálmasunnudag 13. apríl verða fermingarathafnir sem hefjast kl. 11. Prestar kirkjunnar þjóna ásamt organista, kirkjukór og sönghópi úr Unglingakór kirkjunnar. Næsta ferming verður síðan á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl kl. 11.
Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli
Selfosskirkja:
Laugardagur 12. apríl – Fermingarmessa kl. 11
Pálmasunnudagur 13. apríl – Fermingarmessa kl. 11
Skírdagur 17. apríl – Fermingarmessa kl. 11
Föstudagurinn langi 18. apríl – Passíusálmalestur kl. 13. Fólk úr söfnuðinum lesa sálmana. Kyrrðarstund við krossinn kl. 20. Umsjón: Sr. Axel og Jörg organisti ásamt Kirkjukórnum.
Páskadagur 20. apríl – Hátíðarmessa kl. 8. Prestur sr. Óskar, Jörg organisti og kirkjukórinn. Sóknarnefnd býður til morgunverðar á eftir í safnaðarheimili.
Laugardælakirkja:
Skírdagur 17. apríl – Messa kl. 13:30. Prestur sr. Axel Njarðvík. Almennur söngur. Altarisganga. Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar verður haldinn að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. starfsreglum um sóknarnefndir.
Villingaholtskirkja:
Páskadagur 20. apríl – Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn.
Hraungerðiskirkja:
Annar páskadagur 21. apríl – Hátíðarmessa og ferming kl. 11. Prestur sr. Axel Árnason Njarðvík. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn.