Sunnudagur 23. nóvember

IMG_3290Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Þorvaldur Karl Helgason predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur. Organisti er Jörg Sondermann.  Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi, sér um barnastarfið. Kaffisopi eftir messu og súpa gegn vægu gjaldi.

Steinunn rithöfundur og sr. Hallgrímur Pétursson

af visir.is

Steinunn Jóhannesdóttir af visir.is

Fimmtudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 verður Sálmafoss í kirkjunni í tilefni 400 ára afmælið Hallgríms Péturssonar. Steinunn Jóhannesdóttir flytur stutt erindi um  bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir tæplega fjögur hundruð árumum. Kór Selfosskirkju syngjur milli erinda texta úr skáldskap Hallgríms. Aðgangur er ókeypis.

 

Sr. Kristinn Ágúst hættir

KristinnAgustSr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hvarf til annarra starfa frá og með 14. október 2014.

Þann 14. október 2014 var undirritað samkomulag biskups Íslands við sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson um tilfærslu í starfi.

Í fréttatilkynningu frá biskupi Íslands, dags. 15. október 2014 kemur fram að sr. Kristinn Ágúst telur að við sameiningu Hraungerðisprestakalls og Selfossprestakalls árið 2009, þegar hann varð sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli, hafi honum ekki verið unnt að sinna sóknarprestsskyldum sínum í prestakallinu. Með þeirri ákvörðun að bjóða séra Kristni Ágústi samning um tilfærslu í starfi er tekið undir það sjónarmið hans.

Sr. Kristinn Ágúst verður sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunar og heyrir beint undir biskup Íslands. Hann mun gegna sálgæslu og sáttamiðlun og sinna rannsóknum á því sviði, jafnframt því að sinna sérstakri þjónustu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá mun hann taka að sér einstök verkefni fyrir biskup og annast afleysingaþjónustu.

Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti, sem munu taka við þjónustu sumarið 2015.

Í vetur mun sr. Axel Árnason Njarðvík þjóna prestakallinu.  Viðbótarprestsþjónusta verður einnig  tryggð  og munu upplýsingar um hana berast síðar.

 

Messa 21. september

VatnGrodurMessa og barnastarf er kl. 11 sunnudaginn 21. september.  Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukór Selfoss syngur. Barnastarfið í höndum Guðmundu Bergsdóttur og Margrétar Arnardóttur. Létt máltíð í safnaðarheimili að messu lokinni. Biskup hefur hvatt presta til að minnast umhverfis- og loftslagsmála í messum á sunnudaginn og í kirkjum víða allt land verður beðið fyrir sköpun og loftslagi.