Messa á Biblíudegi -8. febrúar

IMG_0003Biblíudagurinn er haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins sunnudaginn 8. febrúar. Þá verður minnst 200 ára afmælis hins íslenska Biblíufélags, elsta starfandi félags á Íslandi. Messa er í Selfosskirkju kl. 11. Prestur sr. Þorvaldur Karl og organisti Edit Molnar. Kirkjukór Selfoss syngur. Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir. Kaffi og súpa í hádeginu.  Sjá nánar um Biblíudaginn hér . Allir velkomnir.

Messa og barnastarf 18. janúar

IMG_9985

Spor í snjó

Messa og barnstarf verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. janúar og hefst kl. 11. Barn verður skírt. Prestur sr. Axel Á Njarðvík og barnastarfið í umsjón Hugrúnar Kristínar Helgadóttur. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn syngur. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. Verið velkomin til kirkjunnar.

Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra.

Litið í krílasöng

Litið í krílasöng

Námskeiðið er ætlað börnum á fyrsta ári og foreldrum þeirra. Sungnir verða sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar. Á námskeiðinu læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Sex til átta vikna námskeið fer fram í Selfosskirkju á föstudögum kl. 11:00. Námskeiðið hefst 6. febrúar 2015. 

Guðný Einarsdóttir útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistaskólans í Reykjavík vorið 2001 og lauk námi í kirkjutónlist frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn 2006. Við námið í Danmörku kynnti Guðný sér aðferðir og kenningar um tónlistarþroska og ekki síst tónlistarnámskeið fyrir ungbörn.

Guðný hefur verið organisti við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík frá 2007 og staðið fyrir fjölda Krílasálma námskeiða fyrir ungbörn og foreldra.

Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig. Sendið tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com eða á hugrun62@visir.is. Námskeiðsgjald er kr. 4000.

Allar nánari upplýsingar eru að finna á krilasalmar.wordpress.com. Einnig er hægt að hringja í Hugrúnu æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju í síma 482 3575 og gsm 822 8444.

Messa á nýju ári

Messa og barnastarf verður í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 4. janúar. Þetta verður fyrsta messan á nýju ári á þeim sunnudegi sem nefndur er sunnudagurinn milli nýárs og þrettánda. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík.Hugrún K Helgadóttir verður með barnastarfið og  Jörg Sondermann er organisti og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Verið velkomin.

Jól og áramót í prestakallinu


Horft til jólaSelfosskirkja
24. des. 2014, Aðfangadagur jóla.
–          Aftansöngur kl. 18. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Axel Á. Njarðvík.
–          Helgistund á jólanótt, kl. 23:30. Ritningarlestur, almennur söngur. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
25. des. 2014, Jóladagur.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Axel Á. Njarðvík.
31. des. 2014, Gamlársdagur.
–          Aftansöngur kl. 17. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn syngur.     Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Villingaholtskirkja
25. des. 2014, Jóladagur.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Axel Á. Njarðvík.
Hraungerðiskirkja
26. des. Annar dagur jóla.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Laugardælakirkja
26. des. Annar dagur jóla.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Fjölskyldumessa 30. nóvember

Fjölskyldumessa verður í Selfosskirkju 30. nóvember (2014) kl. 11. Barna- og unglingakórinn syngja undir stjórn Editar og kirkjukórinn undir stjórn Jörgs og svo syngjum við hin með. 1. sunnudagur í aðventu er þennan dag og því verður kveikt á fyrsta ljósi aðventukransins. Nýtt kirkjuár hefst með þessum hætti. Fjórar (Díana, Þorgerður,Hrafnhildur og Jónína) úr æskulýðsfélaginu færa fram söngatriði sitt frá Landsmóti æskulýðsfélaga. Súpa í hádeginu og kaffi. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, fyrrum sóknarprestur segir nokkur kveðjuorð til Selfosssafnaðar í lok messunnar.