Guðsþjónusta í Selfosskirkju sunnudaginn 5. september kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudaginn 5. september kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Arnaldur Bárðarson.

Gaman er að benda á að á sama tíma verður útvarpað frá guðsþjónustu í Selfosskirkju sem var tekin upp sl. fimmtudag en á upptökuna er einnig hægt að hlusta hvenær sem er á ruv.is. Myndin hér fyrir neðan er tekin af hluta hópsins eftir upptökuna. Biskup Íslands var með okkur og markar þessi sunnudagur upphaf þess að í flestum kirkjum landsins er nú vetrarstarfið allt að fara af stað.

Útiguðsþjónusta í Hellisskógi sunnudaginn 20. júní kl. 20:00

Helgihald sunnudagsins 20. júní verður í Hellinum í Hellisskógi kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur, stjórnandi með þeim verður Magnea Gunnarsdóttir, félagar úr Tónlistarskóla Árnesinga spila á blásturshljóðfæri. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Þetta verður falleg guðsþjónusta úti í náttúrunni. Gott væri ef þau sem treysta sér til komi gangandi eða hjólandi, þar sem bílastæðapláss er ekki mikið við Hellinn.