Breytingar á prestsþjónustu

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í Selfossprestakalli hefur verið skipuð sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og mun taka við 1. desember nk.
Kveðjumessa verður sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju og kaffisamsæti á eftir.
Meðan á auglýsingarferli vegna embættist prests í Selfossprestakalli stendur mun Gunnar Jóhannesson þjóna í prestakallinu.  Gunnar hefur verið sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, í Norgi og sinnt afleysingum sl. misseri.

 

Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst

Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera í Selfosskirkju kl. 11:00.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.  Ætlar hún m.a. að fara í feluleik um allt húsnæði kirkjunnar.

Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst
Ekki verður hefðbundin messa kl. 11:00 heldur verður hún um kvöldið kl. 20:00.  Kirkjukórinn mun syngja, organisti Edit A. Molnár og prestur Arnaldur Bárðarson.
Hefð er fyrir því að minnast þeirra sem eru látin á fyrsta sunnudegi í nóvember, allra heilagra messu og fólki gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina.

 

Messa kl. 11 og kvöldmessa kl. 20:00 sunnudaginn 27. október

Messa verður kl. 11:00 í Selfosskirkju sunnudaginn 27. október.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnaár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  
Fjölskyldusamvera / sunnudagskóli á sama tíma.
Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi

Um kvöldið kl. 20:00 verður kvöldmessa. 
Um tónlistina sjá systkinin og Selfyssingarnir Kristjana og Gísli Stefánsbörn og mun Kirkjukór Selfosskirkju syngja einhver lög með þeim.  Notaleg og ljúf kvöldstund þar sem messuformið er brotið upp og tónlistin í fyrirrúmi.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir. 

Stuðningshópur fyrir syrgjendur í samvinnu við Hveragerðisprestakall

Stuðningshópur fyrir syrgjendur verður í Hveragerðiskirkju á miðvikudögum kl. 19:30
Fyrir öll þau sem hafa upplifað missi og syrgja.
Samverustundirnar eru í samvinnu við Selfosskirkju og verða
fjórar talsins, á miðvikudagskvöldum kl. 19:30–21 og verður
fyrsta samveran verður haldin miðvikudaginn 23. október nk.
Umsjón með samverunum hefur Sr. Gunnar Jóhannesson og
Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Samverurnar byggjast upp á
nærveru, samtali og hlustun eins og hverjum og einum hentar.
Að missa, syrgja og sakna er hluti mannlegs lífs. Allir sem
upplifað hafa missi og sorg eru hjartanlega velkomnir.
Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá sr. Gunnari
Jóhannessyni í síma 892-9115 eða í gegnum netfangið
gunnar.joh@icloud.com.
Verið hjartanlega velkomin.

 

Stöðvamessa í Selfosskirkju og guðsþjónusta í Villingaholtskirkju

Sunnudaginn 13. október verður stöðvamessa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Messan er fyrir alla fjölskylduna og er að uppbyggingu eins og hefðbundin fjölskylduguðsþjónusta en er svo brotin upp með því að fólk flakkar á milli fjögurra stöðva í kirkjunni og gera eitthvað táknrænt sem tengist þema messunnar.  
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir um tónlist sér Edit A. Molnár ásamt einhverjum kórfélögum úr barna- og unglingakórnum.
Súpa og brauð eftir messuna 750 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri, gott að fá sér góða súpa eftir stundina, fara södd heim og eiga nóg eftir af deginum.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju kl. 13:30, þar mun söngkór Hraugerðis- og Villingaholtskirkna syngja, stjórnandi er Guðmundur Eiríksson.

Messa sunnudaginn 8. september og samverustund 10. september

Messa verður sunnudaginn 8. september kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Barn borið til skírnar og sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera verður á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Samverustund verður þriðjudaginn 10. september í Selfosskirkju kl. 20:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna.  Karítas Harpa Davíðsdóttir sér um tónlistina, fulltrúi frá Píeta kynnir samtökin, aðstandandi talar um eigin reynslu, bænastund og kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.  Prestar Selfoss-, Eyrarbakka-, og Hveragerðiskirkjuprestakalla annast stundina.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir. 

Messa í Selfosskirkju og göngumessa í Hellisskógi

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Elísa Elíasdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Katrín Birna Sigurðardóttir nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga spilar á Selló í athöfninni.

Um kvöldið kl. 20:00 verður göngumessa í Hellisskógi, byrjað verður við bílastæðin, gengið um og stoppað með ritningarlestri, prédikun og bæn.