Guðsþjónusta Selfossprestakalls í Laugardælakirkju sunnudaginn 27. maí kl. 11:00

Guðsþjónusta Selfossprestakalls verður í Laugardælakirkju sunnudaginn 27. maí kl. 11:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Aðalsafnaðarfundur verður að lokinni guðsþjónustu.

Athugið að engin messa verður í Selfosskirkju þennan sunnudag.

Fundur fyrir foreldra fermingarbarna vorsins 2019

Fermingarfræsðla í Selfossprestakalli 2018-2019

Þriðjudagskvöldið 15. maí kl. 19:30 boða prestarnir í Selfossprestakalli foreldra væntanlegra fermingarbarna vorsins 2019 til fundar í Selfosskirkju.  Þar verður fyrirkomulag fræðslunnar næsta vetur kynnt, m.a. fræðslunámskeið í ágúst og fermingarferðalag, sem og fermingardagar næsta vors.  Allar nánari upplýsingar veita prestarnir sr. Guðbjörg í síma 8654444 eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og sr. Ninna Sif í síma 8491321eða ninnasif@gmail.com

Á fundinum verða börnin skráð í fræðsluna og velja fermingardag.

Helgihald í Dymbilviku og um páska

Skírdagur 29. mars:
Fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00.

Prestur Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn og raddir úr Unglingakórnum syngja.
Messa í Laugardælakirkju kl. 13:30.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisiti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.
Helgistund með altarisgöngu kl. 20:00.
Helgistund með kórsöng og altarisgöngu og borðsamfélagi að stundinni lokinni.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, Kirkjukórinn syngur, organisit Edit A. Molnár.

Föstudagurinn langi, 30. mars.
Lestur Passíusálma kl. 13:00.
Passíusálmar lesnir frá kl. 13:00-16:00.  Fulltrúar ýmissa félagasamtaka á Selfossi lesa Passíusálma.  Frískir Flóamenn koma að lestrinum og halda svo í föstuhlaup, áhugasamir hlauparar hvattir til að koma og taka þátt í hlaupinu.  Kaffispopi í Safnaðarheimlinu meðan á lestrinum stendur og hægt að koma og fara að vild.

Páskadagur 1. apríl
Hátíðarmessa kl. 08:00.
Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Morgunkaffi á eftir í boði sóknarnefndar.
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00.
Pestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur.

Annar páskadagur 2. apríl.
Hátíðarmessa kl. 11:00 í Villingaholtskirkju.
Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur.

Fermingarmessa á pálmasunnudag

Fyrsta ferming vorsins er á pálmasunnudag kl. 11:00.  Það er mikil tilhlökkun og eftirvænting í loftinu.  Prestar í fermingarmessunni eru Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Organisiti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur ásamt röddum úr Unglingakórnum.
Þegar það eru fermingarmessur er engin súpa í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskólinn verður þennan sunnudag í Sundhöll Selfoss kl. 11:00 í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur ásamt leiðtogum.