Messa í Selfosskirkju og á Silfurbergi

Sunnudaginn 13. ágúst verður hefðbundin messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Barn verður borið til skírnar.  Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  

Síðar um daginn verður útimessa á Silfurbergi.  Lagt verður af stað upp bergið Kl. 17:00 og á toppi Silfurbergsins verður samveru- og bænastund.  Gott að ljúka góðri skemmtun Sumars á Selfossi með göngu og íhugun um lífið, trúna og tilveruna.  Hlakka til að sjá sem flesta.  Guðbjörg Arnardóttir

Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

Fermingarnámskeið í Selfosskirkju

Fermingarfræðsla fyrir verðandi fermingarbörn Selfossprestakalls hefst 16. ágúst kl. 09:00 í Selfosskirkju.  Fræðslan hefst með þriggja daga námskeiði sem verður í Selfosskirkju dagana 16.-18. ágúst frá 09:00 til 12:30.  Þeir foreldrar sem skráð hafa börn sín í fermingarfræðslu fá tölvupóst með nánari upplýsingum en þeir foreldar sem ekki hafa skráð börn sín í fræðsluna eru beðnir að hafa samband við Guðbjörgu Arndóttur með því að senda póst á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is  eða í síma 865 4444.  Allar nánari upplýsingar um fermingarfræðslu í Selfossprestakalli er að finna  hér á heimasíðunni undir flipanum fermingarstörfin.  Við hlökkum til að taka á móti nýjum hópi fermingarbarna og væntum uppbyggilegar, góðrar og skemmtilegar samveru með þeim.   

Með kærum kveðjum

Guðbjörg og Ninna Sif