Vegna sumarleyfa falla morgunbænir niður 25.-28. júlí.
Hægt er ná í kirkjuvörð eða sóknarprest í síma 482 2175
Vegna sumarleyfa falla morgunbænir niður 25.-28. júlí.
Hægt er ná í kirkjuvörð eða sóknarprest í síma 482 2175
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. júlí kl. 11:00. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, Kirkjukórinn syngur og organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.
Vert er einnig að benda á að þessa helgi er Skálholtshátíð og vönduð dagskrá bæði á laugardag og sunnudag í Skálholti. Á sunnudag er hátíðarmessa í Skálholtskirkju sem hefst kl. 13:30. Hægt er að kynna sér dagskrár Skálholtshátíðar á vefnum http://skalholt.is/
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður bænastund í Selfosskirkju kl. 12:30. Það verður stutt stund inni í kirkjunni svo hengjum við falleg orð á kirkjuhurðina, blásum sápukúlubænir, fáum blessun í lófann og höldum svo af stað í skrúðgönguna sem leggur af stað frá Selfosskirkju kl. 13:00.
Sunnudaginn 18. júní kl. 11:00 verður skógarmessa í Hellisskógi og kemur í stað hefðbundinnar messu í Selfosskirkju. Byrjað verður á bílaplaninu við minnismerkið og gengið um skóginn, stoppað á nokkrum stöðum þar sem ritningarorð og bænir verða lesin. Endað verður við hellinn með hugleiðingu, blessun og skógarkaffi. Sjáumst sem flest stór sem smá og klædd eftir veðri, umsjón með stundinni hefur Guðbjörg Arnardóttir.
Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kirkjunnar og verður messað í þremur kirkjum prestakallsins.
Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag 4. júní kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Villingaholtskirkja
Fermingarmessa á hvítasunnudag 4. júni kl. 13:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hraungerðiskirkja
Hátíðarmessa á annan hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónassonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa verður í Selfosskirku sunnudaginn 28. maí kl. 11:00.
Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu gjaldi, þetta er jafnframt síðasta súpusamveran fyrir sumarið. Þó áfram verði messað með hefðbundnum hætti verður ekki boðið upp á súpu.
Guðsþjónusta verður á uppstigningardegi í Selfosskirkju kl. 11:00. Hefð er fyrir því að helga daginn öldruðum. Hörpurkórinn mun leiða safnaðarsöng og syngja í athöfninni. Stjórnandi þeirra er Guðmundur Eiríksson og mun Guðbjörg Arnardóttir þjóna við athöfnina.
Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á súpu í Safnaðarheimilinu og er hún í boði héraðsnefndar Suðurprófastdæmis.
Verið hjartanlega velkomin til góðrar samverustundar!
Við undirbúum það að taka á móti nýjum fermingarárgangi. Fundir með foreldrum og verðandi fermingarbörnum verða á mánudag og miðvikudag kl. 17:30 og hafa foreldar val um hvorn fundinn þau mæta á. Þá verður tilkynnt um fermingardaga næsta árs og eins farið yfir hvað í fermingarfræðslunni felst. Við prestarnir hlökkum til að kynnast nýjum hópi í fermingarfræðslunni.
Undir flipanum Fermingarstörfin má finna dagsetningar á fermingum næsta árs.
Messa verður sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju. Organisti Edit A. Molnár og Kirkjukórinn syngur. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Félagar úr Gídeónfélaginu munu taka þátt í messunni en félagið heldur aðalfund sinn á Selfossi þessa helgina með aðstöðu í safnaðarheimilinu okkar.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.
Í maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. Samtalið samanstendur af fjórum samverum sem allar hefjast með stuttu erindi um sorg og áföll… og síðan er boðið upp á samtal. Umsjón hafa Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir prestar Selfossprestakalls. Athugið að samtalið er öllum opið, ekki aðeins sóknarbörnum í Selfossprestakalli. Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagana 4., 11., og 18.maí og þriðjudaginn 23.maí kl. 17.30 og stendur samveran í um klukkustund. Skráning fer fram hjá prestunum hjá axel.arnason@kirkjan.is, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.