Fermingarnámskeið og messa á sunnudaginn

Verðandi fermingarbörn vorsins 2017 komu til okkar á námsekið á fimmtudag og föstudag.  Virkilega gaman að kynnast þessum flottu krökkum sem koma aftur til okkar á mánudaginn eftir skólasetningu.

Á sunnudaginn 21. ágúst er messa í Selfosskirkju kl. 11:00 og voru fermingarbörnin boðin sérstaklega velkomin í hana en nú fara þau að hamast við að safna tíu stimplum en þau þurfa að mæta í  tíu messu fyrir fermingardaginn sinn.

Meðfylgjandi myndir eru af hópnum með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa.  Síðan er hin myndin frá leiklistartúlkun fermingarbarna á miskunnsama Samverjanum sem er einmitt guðspjall komandi sunnudags.

Sjáumst í kirkjunni!

hópmynd samverji

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 3. júlí kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 3. júlí kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, félagar úr Kirkjukór Selfosskirkju leiða safnaðarsöng.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Upplagt að koma til kirkjunnar, finna ró fyrir leikinn í bæn og söng og í lok messunnar verður Þjóðsöngurinn spilaður í tilefni dagsins.

2015-09-13_11.30.04[1]

 

Útvarpsmessa frá Selfosskirkju sunnudaginn 19. júní

Frá og með sunnudegi 19. júní verða útvarpsmessur á Rás 1 frá söfnuðum í Suðurprófastsdæmi.

Alls verður útvarpað 8 messum og fóru upptökur fram í Skálholtskirkju, helgina 16.-17. apríl sl. Prestar, organistar, kirkjukórar, meðhjálparar og safnaðarfólk kom víða að; allt frá Skálholtsprestakalli til Hafnar í Hornafirði.

Hringt var til tíða fjórum sinnum á dag þá helgi í Skálholtskirkju og að lokinni messu bauð Héraðssjóður Suðurprófastdæmis þátttakendum upp á hressingu í Skálholtsskóla.

Verkefnisstjóri var Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar (söngmálastjóri) og upptökumaður var Einar Sigurðsson hjá RÚV.

Fyrsta messan sem útvarpað verður er frá Selfossprestakalli næstkomandi sunnudag, 19. júní, kl. 11.00.  Prestur er séra Guðbjörg Arnardóttir og organsti og kórstjóri Edit Molnár. Kirkjukór og Unglingakór Selfosskirkju syngja.

14. ágúst verður aftur Selfossprestakall með útvarpsmessu og þá með Kór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju, organsti: Ingi Heiðmar Jónsson

Fermingarmessur 7. og 8. maí

Fermingarmessur verða í Selfosskirkju um helgina.  Presar Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, einnig raddir úr Unglingakórnum.

Fermd verða:

7. maí kl. 11:00

Eydís Erna Guðmundsdóttir, Erlurima 6, 800 Selfoss

Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Folaldahólum 15, 800 Selfoss

Gunnar Gauti Valgeirsson, Nauthólum 26, 800 Selfoss

Helena Ágústsdóttir, Miðengi 22, 800 Selfoss

Katrín Ósk Kristjánsdóttir, Tunguvegi 3, 800 Selfoss

Lilja Sól Vigfúsdóttir, Grafhólum 1, 800 Selfoss

Lovísa Þórey Björgvinsdóttir, Lyngheiði 17, 800 Selfoss

Matthildur Vigfúsdóttir, Hjarðarholti 5, 800 Selfoss

Máni Sverrisson, Birkigrund 25, 800 Selfoss

Pétur Sigurdór Pálsson, Fossvegi 8, 800 Selfoss

Sara Lind A van Kasteren, Birkigrund 26, 800 Selfoss

Teitur Jóhannsson, Grænuvöllum 5, 800 Selfo

8. maí kl. 11:00 

Anna Margrét Guðmundsdóttir, Þrastarima 25, 800 Selfoss

Ágústa Sigurðardóttir, Úthaga 9, 800 Selfoss

Ásdís Bára Steinarsdóttir, Birkigrund 12, 800 Selfoss

Bjarki Birgisson, Sílatjörn 11, 800 Selfoss

Daníel Sindri Sverrisson, Grashaga 1a, 800 Selfoss

Eydís Birta Smáradóttir, Móhellu 16, 800 Selfoss

Hákon Birkir Grétarsson, Birkigrund 9, 800 Selfoss

Ingibjörg Gísladóttir, Hellubakka 10, 800 Selfoss

Íris Ragnarsdóttir, Stekkholti 9

Katrín Ásta Arnarsdóttir, Lækjartúni, 816 Ölfus

Sigrún Stefánsdóttir, Laufhaga 17, 800 Selfoss

Tryggvi Sigurberg Traustason, Kálfhólum 1, 800 Selfoss

Unnur María Ingvarsdóttir, Ástúni, 801 Selfoss

Þorsteinn Már Guðmundsson

Fjölskyldusamvera – uppskeruhátíð barnastarfs í Selfosskirkju

Fjölskyldusamvera verður í Selfosskirkju sumardaginn fyrsta kl. 11:00.  Uppskeruhátíð barnastarfsins.

Messy Church – messu-stöðva-stuð eða kirkjubrall.  Föndrað, leikið, málað út frá sköpunarsögunni á mörgum stöðum í kirkjunni.

Ekki koma í sparifötunum 🙂

Síðan verður boðið upp á pylsur á eftir.

Fyrir samveruna fæst vegabréfsstimpill á Vor í Árborg.

download (1)download