Á miðvikudag og fimmtudag fara fermingarbörn í dagsferð sem er liður í fræðslunni. Fyrri hópurinn fer á miðvikudag (Sunnulækjarskóli) og sá seinni á fimmtudag (Vallaskóli). Lagt verður af stað frá skólunum kl. 8,30, og fyrst farið í Hraungerðiskirkju og Ólafsvallakirkju. Þá liggur leiðin í Reykjahlíð, að skoða þar eitt af nútíma tæknivæddum fjósum landsins, hjá Sveini Ingvarssyni. Einnig verður skoðað gróðurhús í Reykholti, sem Sveinn A. Sæland og fjölskylda reka. Í Skálholti verður dagskrá fyrir og eftir hádegi. Orgel –og söngstund verður í kirkjunni, þar sem Jón Bjarnarson, organisti, leikur á kirkjuorgelið og stjórnar söng. Borðað verður í Skálholtsskóla þar sem einnig verður fræðslustund eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að koma til baka 14,30 – 15 og vera þannig jafnlengi og venjubundinn skóladagur. Auk prestanna beggja, fer með einn stuðningsfulltrúi úr Sunnulækjaskóla fyrri daginn og einn faðir verður með á fimmtudeginum. Sími prestanna er hjá Þorvaldi Karli 856 1501 og hjá Axel 856 1574.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Svipmyndir frá kóramóti 7. mars 2015
Börn og unglingar af Suðurlandi fylltu Selfosskirkju á kóramóti sem haldið var 7. mars 2015 og þótti velheppnað. 140 börn og unglingar úr 9 kórum frá Suðurlandi sungu saman. Sjá myndir á https://www.facebook.com/pages/Selfosskirkja/208874780468
Auglýsing um starf kirkjuvarðar í Selfosskirkju
Sóknarnefnd Selfosssóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Selfosskirkju í fullt starf.
Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.
Í starfinu felst dagleg umsjón með kirkju og kirkjugarði, móttaka gesta, símavarsla, bókanir o.fl. Þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi, létt viðhaldsvinna, umhirða ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu.
Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika. Hann / hún þarf að búa yfir ríkri þjónustulund.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem þeir óska að taka fram. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar, bjossirak@simnet.is eða í síma 898 1500.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsókn sendist til Selfosskirkju:
Sóknarnefnd Selfosssóknar
Selfosskirkju
800 Selfoss
Kvöldguðþjónusta 1. mars
Kvöldguðsþjónusta kl. 20 við söng og spil liðsveitar Margrétar Guðjónsdóttur. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Hugljúf stund að kveldi fyrsta dags nýrrar viku. Blessun í formi smurningar í lokin. Verið velkomin.
Æskulýðsdagurinn 1. mars
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar –og fjölskylduguðsþjónusta 1. mars 2015 kl. 11. Fjölbreyttileg tilbeiðsla í söng og spili. Nemendur úr Tónlistaskóla Árnesinga spila við upphafi. Krílasálmar nýttir í inngangi og kornabörn leggja lið í fangi mæðra. Spilað verður á blokkflautur og hugurinn leiddur. Unglingakór syngur og söfnuður tekur undir. Allir velkomnir. Súpa framborin í hádegi. –Axel, Edit, Guðný Einarsdóttir og Hugrún.
Hreinsað til í pípum
Hvað ætli það séu margar pípur í orgeli Selfosskirkju? Og hversu títt þarf að hreinsa þær?
Bingó í Selfosskirkju 24. febrúar
Sýningu frestað um viku
Ákveðið hefur verið að fresta sýningu leikritsins -Upp, upp mín sál um viku. Veðurspáin fyrir 17. febrúar er ekki góð og leikritið þarf að komast úr Reykjavík og til baka aftur.
Sem sagt þá verður sýningin þriðjudagskvöldið -24. febrúar- kl. 20. Við viljum þá enn á ný bjóða fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra á þetta leikrit og 300 sæti eru í boði eða svo (einnig fyrir aðra sem vilja koma). Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi.
Leiksýning í Selfosskirkju
Stoppleikhópurinn sýnir glænýtt íslenskt leikrit í Selfosskirkju á Sprengidag, 17. febrúar nk. kl. 20. Það nefnist: “Upp, upp” og er eftir Valgeir Skagfjörð en hann byggir verkið m.a á skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur: “Heimanfylgja” Leikritið byggir á æskusögu Hallgríms Péturssonar. Leikritið er sýnt í vetur í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Nú er fólki boðið að koma til Selfosskirkju á þetta leikrit sem tekur 45 mínútur í flutningi. Höfðað er sérstaklega til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra.