21. des. 2014, 4. sunnudagur í aðventu. Jólasamvera barna kl. 11. Sungnir verða jólasálmar og jólalög undir stjórn Edit Molnár og dansað í kringum jólatréð. Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi og séra Þorvaldur Karl Helgason sjá um stundina.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Þriðji sunnudagur í aðventu
Messa kl. 11. Prestur Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermenn. Raddir úr unglngakór syngja með kór og söfnuði. Súpa í hádegi gegn vægu gjaldi. Jólastund sunnudagsskólans verður næsta sunnudag, þann 21. desember en ekki eins og misritaðist í Kirkjufréttunum útgefnu.
Orgelstund kl. 16 (ath: breytt tíma!). Jörg E. Sondermann, organisti kirkjunnar leikur jólatónlist eftir Johann Sebastian Bach, Gustav Merkel og Johann Gottfried Walther. Aðgangur er ókeypis.
Villingaholtskirkja
Aðventustund kl. 16.
Hraungerðiskirkja
Aðventustund kl. 20:30
Vel heppnaðir tónleikar á aðventu
Vel tókst til á aðventutónleikum sjö kóra í Selfosskirkju sunnudaginn 9. desember sl. 285 voru flytendur og um 180 manns komu á að hlýða. Aðgangseyrir rann óskiptur í Tónlista – og menningarsjóð Selfosskirkju. Þessir árlegu aðventutónleikar voru nú haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram að þessu sinni og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans.
Hér með fylja þrjú myndbönd sem Antoine van Kasteren hefur sett á netið:
Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur Dansaðu vindur
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands syngur O Holy night
Unglingakór Selfosskirkju syngur Stjarna stjörnum fegri
Selfosskirkja sótt heim á aðventu
7. desember – 2. sunnudagur í aðventu
Messa og barnastarf kl. 11. Unglingakórinn syngur Lúsíusöngva undir stjórn Edit Molnár. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann . Umsjón með barnastarfinu hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Árlegir aðventutónleikar kl. 16, haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram, og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans. Aðgangseyrir kr. 2000, rennur að þessu sinni í Tónlistar- og menningarsjóð Selfosskirkju.
Verið velkomin til kirkjunnar.
Fermingarfræðsla í vikunni
Samkvæmt áæltun þá eiga fermingartímana í þessari viku. Þó með þeirri breytingu að miðvikudagstímarnir 3. desember verða að færast yfir á fimmtudaginn 4. desember á sama tíma. Vonum að það komi ekki að sök. Eins er rétt að minna á sunnudagsmessurnar. Nú á aðventu er hugað að undirbúningu jólahátíðarinnar og það verður megin efni þriðjudags og fimmtudagstímana. Viljið vera svo væn að ítreka mætinguna á þriðjudag og fimmtudag fyrir börnunum og eins að ýta við þeim að lesa í bókinni Con Díos. Síðan áttuðum við prestarnir okkur á því að sum börnin gátu ekki mætt á fimmtudegi kl. 15 svo við boðum þau að koma á sínum rétta tíma á miðvikudeginum 12. desember kl. 15.
Fjölskyldumessa 30. nóvember
Fjölskyldumessa verður í Selfosskirkju 30. nóvember (2014) kl. 11. Barna- og unglingakórinn syngja undir stjórn Editar og kirkjukórinn undir stjórn Jörgs og svo syngjum við hin með. 1. sunnudagur í aðventu er þennan dag og því verður kveikt á fyrsta ljósi aðventukransins. Nýtt kirkjuár hefst með þessum hætti. Fjórar (Díana, Þorgerður,Hrafnhildur og Jónína) úr æskulýðsfélaginu færa fram söngatriði sitt frá Landsmóti æskulýðsfélaga. Súpa í hádeginu og kaffi. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, fyrrum sóknarprestur segir nokkur kveðjuorð til Selfosssafnaðar í lok messunnar.
Sunnudagur 23. nóvember
Selfosskirkja 16. nóvember kl. 11
Uppbyggileg samverustund messu og barnastarfs verður kl. 11 sunnudaginn 16. nóvember n.k. í Selfosskirkju. Prestur sr. Axel Njarðvík. Organgisti Jörg Sondermann. Kirkjukór leiðir söng. Súpa í safnaðarheimili í hádegi eða kaffisopi. Verði velkomin.
Breyting í Villingaholtssókn
Þórunn Kristjánsdóttir tók að sér að sjá um þrif á kirkju og stjórna hitastigi.
Albert Sigurjónsson varamaður tekur að sér að mæla fyrir gröfum.
Meðhjálpari, Kristín Stefánsdóttir, mun sjá um að flagga og opna kirkju ásamt sínum hefðbundnu störfum.
Þessi skipan mála mun verða fram að aðalsafnaðarfundi sem haldinn verður í vor.