Sunnudaginn 21. september hóf nýr meðhjálpari sjálfboðið starf við Selfosskirkju er Vilhjámur E Eggertsson var boðinn velkominn til starfa við upphaf messu. Nokkrir sinna þessu starfi að jafnaði. Á myndinni með Vilhjálmi er Sólrún Guðjónsdóttir en í nóvember næst komandi verða 20 ár liðin síðan fyrsta messan sem hún gengdi störfum meðhjálpara var.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Septembertónleikar 3. sinnið
Messa 21. september
Messa og barnastarf er kl. 11 sunnudaginn 21. september. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukór Selfoss syngur. Barnastarfið í höndum Guðmundu Bergsdóttur og Margrétar Arnardóttur. Létt máltíð í safnaðarheimili að messu lokinni. Biskup hefur hvatt presta til að minnast umhverfis- og loftslagsmála í messum á sunnudaginn og í kirkjum víða allt land verður beðið fyrir sköpun og loftslagi.
Mál lögreglu 033-2014-004858
Rannsókn lögreglu á kæra á meintum brotum á hegningarlögum og barnaverndarlögum í tenglsum við fermingarfræðslu í Selfosskirkju í ágústmánuði sl. hefur verið hætt. Ekki þótti grundvöllur til að halda áfram rannsókn þessa máls þar sem kæran var ekki á rökum reist.
Vetrarstarfið að hefjast – fjölskylduguðsþjónusta 14. sept
Fjölskylduðguðsþjónusta verður kl. 11 sunnudaginn 14. september og markar upphaf vetrarstarfsins í kirkjunni. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og æskulýðsleiðtogar þjóna. Félagar í barna og unglingakórum kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár. Létt máltíð í safnaðarheimili að messu lokinni. Allir velkomnir! Sjáumst í kirkjunni!
Æskulýðsfulltrúi óskast til afleysinga
Sóknarnefnd Selfosskirkju auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa til afleysingar í sex mánuði næsta vetur frá 1. nóvember 2014 til 30. apríl 2015. Um er að ræða 100% starf sem felur í sér umsjón með æskulýðsstarfi á vegum Selfosssóknar í samráði við presta Selfosskirkju. Menntun og reynsla sem nýtist í starfi nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starfið og starfskjör veita Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar (bjossirak@simnet.is) og sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur (axel.arnason@kirkjan.is og í s. 482-2375) og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (ninnasif@gmail.com og í s. 482 2275). Umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun sinni og reynslu í æskulýðsstarfi. Umsóknir sendist á: Sóknarnefnd Selfosskirkju b.t. Björns Inga Gíslasonar formanns v/ Kirkjuveg 800 Selfossi. Umsóknarfrestur er til 1. október 2014.
Tólf sporin -andlegt ferðalag í Selfosskirkju 2014- 2015
Mannrækt – viltu bæta lífsgæðin?
Kynningarfundur um 12 spora starf verður miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 20:00 í Selfosskirkju.
12 spora starfið hefur gefið mörgum mjög mikið. 12 spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar til að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu með styrk kristinnar trúar. Opnir fundir verða haldnir kl. 20:00 þann 24. september, 1. október og 8. október og eftir það hefst vinna í lokuðum hópum. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostnaðarlausu, utan þess að þeir þurfa að kaupa vinnubókina 12 sporin –Andlegt ferðalag. Upplýsingar gefur Hugrún Helgadóttir Sími 822 844
Septembertónleikar í Selfosskirkju
Sunnudaginn 7. sept. byrja árlegir Septembertónleikar í Selfosskirkju. Á fyrstu tónleikunum mun Jörg E. Sondermann, organisti kirkjunni leika verk eftir Johann Pachelbel, Johann Sebastian Bach, Friedrich Richter og Joseph Rheinberger.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.0 og aðgangur er ókeypis. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Selfosskirkju.
Kallað eftir börnum í barnakórinn
Barnakór Selfosskirkju auglýsir eftir börnum fædd 2004 og 2005 sem vilja ganga í kórinn.
Fyrsta kóræfing er 11. septeber í Selfosskirkju kl 15:15 til 16:00. Frekari upplýsingar eru á vefsíður Selfosskirkju www.selfosskirkja.is eða hjá kórstjóranum edit@simnet.is.
Barnakór (4.-6. bekkur): Æfingar á þriðjudögum kl. 14:00-14:45 í kórherbergi og samæfing með Unglingakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:00 í safnaðarheimili
Unglingakór (7.-10. bekkur): Æfingar í kórherbergi á þriðjudögum kl. 15:00-15:45 og samæfing með Barnakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:30 í safnaðarheimili.
Barnakór kemur reglubundið inn í sunnudagaskólann og kemur einnig í heimsókn í kirkjuskólann ásamt því að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustum. Þá fara kórar í heimsóknir í Grænumörk, á Ljósheima og Fossheima. Stjórnandi kóranna er Edit Molnár.
Messa 7. september
Messa er kl. 11 sunnudaginn 7. september. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukór Selfoss syngur. Súpa í hádeginu. Guðspjall þessa sunnudags er Markúsarguðspjall 7.31-37en frekari lestrar dagasins er aðgengilegir hér. Verið velkomin.