Messa verður kl. 11 sunnudaginn 1. júní í Selfosskirkju en fyrsta sunnudag í júní er að jafnaði Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Glúmur Gylfason. Kirkjukór Selfoss syngur. Súpa í hádeginu.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Hvítasunna 2014
Selfosskirkja: Ferming laugardaginn 7. júní kl. 13:30. Fermdir verða Björn Eggert og Pétur Gabríel Gústavssynir.
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11. Prestur sr. Axel Á. Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Allir velkomnir!
Hraungerðiskirkja: Ferming á hvítasunnudag kl. 13:30. Fermd verða Agnes Björg Birgisdóttir, Elín Inga Steinþórsdóttir og Stefán Narfi Bjarnason. Prestur er sr. Axel Á. Njarðvík. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Laugardælakirkja: Ferming á annan í hvítasunnu, 9. júní, kl. 11. Fermdar verða Sigdís Erla Ragnarsdóttir og Sunneva Þorsteinsdóttir. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Villingaholtskirkja: Ferming á annan í hvítasunnu 9. júní kl. 13:30. Fermd verða Alexander Ó.B. Kristjánsson, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Ýmir Atlason. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Uppstigningardagur 2014
Messað verður í Selfosskirkju kl. 11 á uppstigningardag. Sr. Halldór Gunnarsson prédikar. Sr. Axel Á Njarðvík þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu.
Uppstigningardagur er fjörutíu dögum eftir páska. Með honum hefst undirbúningstími þriðju stórhátíðarinnar, Hvítasunnu. Jesús steig upp til himna, ekki til að yfirgefa þennan heim og þessa jörð, heldur til að geta verið alls staðar nálægur. Eins og himinninn er lífsloftið sjálft sem umvefur okkur og án þess gætum við ekki lifað, eins vill hann umvefja okkur og vera okkur hjá. Uppstigningadagur er með elstu hátíðum kristninnar. Í fyrstu var þó ekki um sérstaka hátíð að ræða heldur var uppstigningarinnar minnst á hvítasunnu Kirkjan hefur haldið hátíð uppstigningar Drottins á sérstökum degi síðan um 400. Frá því á 6.öld var dagurinn haldinn hátíðlegur með mikilli viðhöfn í Róm og breiddust söngvar hans og siðir þaðan út um alla kristnina.
Á þessum degi minnist kirkjan þess að ,,sigrarinn dauðans sanni” sem reis upp frá dauðum í undri páskahátíðarinnar og dvaldi með lærisveinum sínum í fjörutíu daga eftir það, gengur inn í eilíft ríki Guðs á himnum sem konungur dýrðarinnar, en mun koma aftur við endi aldanna.
Undanfarin ár hefur þessi dagur enn fremur verið dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni en það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups að sá háttur komst á. Verið öll hjartanlega velkomin.
Messa 4. sunnudag eftir páska- 18. maí
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík og organisti Jörg Sondermann. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi. Guðspjallstexti er tekinn úr Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús talar um hjálparann. Tilvalið tækifæri til að huga að andlegri uppbyggingu sinni. Pistillinn er úr Jakobsbréfi áhugaverð sýn birtist þar til „…Vitið þetta, elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það sem rétt er í augum Guðs. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“
Föstudagurinn langi í Selfosskirkju
Lestur Passíusálma Hallgríms hefst klukkan eitt og honum lýkur um sexleytið. Fólk getur komið og farið að vild.
Kyrrðarstund við krossinn verður síðan kl. 20. Þar er staldrað við og hugleidd 7 orð Krists á krossinum.
Passíusálmar eru einnig lesnir í Hrepphólakirkju á sama tíma.
Laugardælakirkja-Skírdagur 17. apríl
Laugardælakirkja:
Skírdagur 17. apríl – Messa kl. 13:30. Prestur sr. Axel Njarðvík. Almennur söngur. Altarisganga. Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar verður haldinn að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. starfsreglum um sóknarnefndir.
Samlestur á bókinni Vakandi hugur-vökult hjarta
Kyrrðarbænin (Centering Prayer) er víða stunduð í hópum á Íslandi – og um allan heim og líka í Selfosskirkju. Boðið verður upp á lestrarferðalag um bókina Vakandi hugur- vökult hjarta eftir einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar Thomas Keating. Kyrrðardagar og námskeið með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar má kynnat betur á vefnum undir www.kristinihugun.is. Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld innri þagnar. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast og sem sagt einni hér í Selfosskirkju kl. 17 næstu mánudaga og sá fyrsti verður þann 14. apríl. Allir velkomnir.
Bókin kostar kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu en fæst víðar í bókaverslunum.
Orgelstund 13. apríl kl. 17
Síðasta orgelstund vetrarins verður kl 17 sunnudaginn 13. apríl. Jörg Sondermann organisti kirkjunnar spilar orgelverk eftir Jóhann S. Bach sem tengd sálamverkum dymbilviku. Aðgangur ókeypis en frjáls framlög þegin í Tónlistasjóð Selfosskirkju.
Passíusálmar á föstudeginum langa 2014
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju föstudaginn langa, þann 18. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil. Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman. Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst. Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.
Síðara föstuhádegi í Selfosskirkju
Föstuhádegi hið síðara verður kl. 12 föstudaginn 11. apríl. Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir. Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju. Allir velkomnir!