Þann 9. apríl kl. 15:30 er fjórða samveran um glímuna við sorg og áföll hér í Selfosskirkju. Stutt innlegg verður í upphafi og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Svipmyndir-hádegi á föstu
Svipmynd frá föstudagshádegi á föstu í Selfosskirkju er að finna hér. Næsta hádegi verður þann 11. apríl og hefst kl. 12.
Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli
Selfosskirkja:
Laugardagur 12. apríl – Fermingarmessa kl. 11
Pálmasunnudagur 13. apríl – Fermingarmessa kl. 11
Skírdagur 17. apríl – Fermingarmessa kl. 11
Föstudagurinn langi 18. apríl – Passíusálmalestur kl. 13. Fólk úr söfnuðinum lesa sálmana. Kyrrðarstund við krossinn kl. 20. Umsjón: Sr. Axel og Jörg organisti ásamt Kirkjukórnum.
Páskadagur 20. apríl – Hátíðarmessa kl. 8. Prestur sr. Óskar, Jörg organisti og kirkjukórinn. Sóknarnefnd býður til morgunverðar á eftir í safnaðarheimili.
Laugardælakirkja:
Skírdagur 17. apríl – Messa kl. 13:30. Prestur sr. Axel Njarðvík. Almennur söngur. Altarisganga. Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar verður haldinn að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. starfsreglum um sóknarnefndir.
Villingaholtskirkja:
Páskadagur 20. apríl – Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn.
Hraungerðiskirkja:
Annar páskadagur 21. apríl – Hátíðarmessa og ferming kl. 11. Prestur sr. Axel Árnason Njarðvík. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn.
Saltfiskur og föstustund í dag kl. 12
Föstuhádegi verður í dag og síðan aftur næsta föstudag 11. apríl. Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir. Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju. Föstuhádegi hefjast um kl. 12 og þeim lýkur laust fyrir kl. 13. Allir velkomnir!
Stund um sorg og áföll í dag 2. apríl
Í dag 2. apríl kl. 15:30 er þriðja samveran um glímuna við sorg og áföll hér í Selfosskirkju. Stutt innlegg verður í upphafi og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.
6. apríl -fjölskylduguðsþjónusta
Næstkomandi sunnudag (6. apríl) er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og með henni lýkur með formlegum hætti sunnudagsskóla þessa vetrar í Selfosskirkju. Sr. Ninna Sif og sr. Axel annast prestsþjónustuna auk leiðtoga úr sunnudagsskólanum. Barn- og unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnar, syngur og leiðir sönginn. Suzuki fiðluhópur spilar ennfremur. Að venju verður boðið til léttrar hressingar í hádeginu í boði sóknarinnar. Þannig gefst okkur frekara tækfæri til samveru.
Verið öll velkomin og sjáumst í kirkjunni.
Biblíulestur í dag 31. mars kl. 17
Biblíulestur á mánudeg, þeim 31. mars kl. 17 í safnaðarheimili. 5. skiptið núna. Litið til hugmynda um lífstíl og það sem nefna má yfirlýsing hvers eða staðfesta og þessi textabrot höfð til hliðsjónar:
Lesa Jesja 2.1-4
Post. 2.42-47
Post 17.16-34
Kol. 3.12-17
Verið velkomin. Kyrrðarbæn í kirkjunni upp úr klukkan sex
Kyrrðarbæn í dag 24. mars
Kyrrðarbænin færist eftir Biblíulesturinn og er því kl. 18:15 dag. Dvalið er í kyrrðarbæninni í 20 mín. Umsjón Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving. Verið velkomin.
Biblíulestur í dag, 24. mars
Fjórði fundur Biblíulestrarhópsins á föstu 2014 hittist í dag í safnaðarheimili Selfosskirkju. Tveir textar liggja undir í megindráttum er fjalla um trúmennsku og þjónustu. Textarnir eru 1. kafli úr Daníelsbók og kafli 10:35-45 úr Markúsarguðspjalli. Fundirnir eru sjálfsstæðir og standa í klukkutíma. Því tækifæri til að koma þó hafið sé. 27 manns eru skráðir. Umsjón hefur sr. Axel Njarðvík.
Barnastarfið fellur niður í dag 23. mars
Vegna veikinda fellur hið eiginlega barnastarf niður í dag, ekki tókst að fiska aðra til að hlaupa í skarðið.