Að veiða fisk eftir páska

Hvers vegna var það fiskur sem var veiddur þarna strax eftir upprisuna? Hvers vegna er fiskurinn svona merkilegur í sögunni? Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 28. apríl 2019 kl. 11 – sem er fyrsti sunnudagur eftir páska. Prestur er Axel Á Njarðvík, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Kirkjukórinn leiðir söng. Verið öll velkomin. 

Apríl og Biblían

Fjóra þriðjudaga í apríl 2019 verður blaðað á ný í Biblíunni á baðstofulofti Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 2. apríl og stendur yfir góða klukkustund.  Síðan hittumst við næstu þriðjudaga, þann 9., 16. og 23. ap´ríl og svo einn til sem við finnum út saman. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574 eða með tölvupósti á axel.arnason@kirkjan.is.  Núna verður tekið fyrir fjórir þættir sem breyta veröld. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin, þau sem eru ung sem eldri.

Sunnudagsskóli og messa 24. mars 2019

Að vanda er sunnudagsskóli og messa í Selfosskirkju á sama tíma kl. 11 sunnudaginn 24. mars nk. Tækifæri gefst þá til að taka sálarinnar æfingar og stilla streng sinn tilverunni. Eldri nemendur Tónlistaskóla Árnesinga spila í messunni. Súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu. Þú ert velkominn.

Þorláksmessa í Selfosskirkju, 23. desember 2018 kl. 11.

Að ganga í ljósi

Að ganga í ljósi

Kveikum á ljósi- þó viljin sé veikur er vonin samt sterk, koma má mörgu og miklu í verk, það sem þú gerir er það sem þú ert, þín verður minnst fyrir það sem var gert. Ljúf helgistund verður kl. 11 í Selfosskirkju sunnudaginn 23. desember kl. 11 þar sem við munum einmitt kveikja á ljósi, fjórða ljósi aðventukertanna. Valgerir Guðjónsson og kór kirkjunnar leiða okkur inn í birtuna sem skín af því ljósi sem jólin boða og bjóða. Verið velkomin.

Blaðað í Biblíunni 2018- smá breyting

Fjóra þriðjudaga í desember 2018 verður blaðað í Biblíunni á baðstofulofti Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 4. desember og stendur yfir góða klukkustund.  Síðan hittumst við næstu þriðjudaga, þann 11. og 18. desember og svo einn til sem við finnum út saman. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574 eða með tölvupósti á axel.arnason@kirkjan.is. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

18. nóvember 2018

Hjálpað á fætur

Hjálpað á fætur

Þann sunnudag verður messa og barnastarf kl. 11 í Selfosskirkju. Hugum að uppbyggingu sálar og samfélags með hvert öðru. Barnastarfið leiðir Jóhanna Ýr. Prestur Axel og organgisti Ester. Kirkjukór leiðir söng. Súpa gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili. Verið velkomin. 

Messað í Selfosskirkju 21. október

Rétt að minna á messu og sunnudagsskóla morgundagsins, sunnudagsins 21. október 2018 kl.11. Jóhanna Ýr hefur umsjón með barnastarfinu og sr. Axel leiðir helgihaldið í kirkjunni. Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Kórinn syngur og fólkið tekur undir. Fermingarbörn komi með foreldrum. 

Handleggur Axels- bættur

Axel handleggs brotinn

Eins og undanfarin ár er dagur heilbrigðisþjónustunnar haldinn þann sunnudag sem næstur er degi Lúkasar læknis og guðspjallamanns sem er 18. október.  Næsti sunnudagur er tileinkaður þessu málefni.  Dagurinn á sér fyrirmynd í „Healthcare Sunday“ sem fyrst var haldinn í Bretlandi fyrir um einum og hálfum áratug.  Fleiri kirkjur hafa tekið daginn upp.  Markmiðið er að lyfta upp heilbrigðisþjónustunni til að styðjastyrkjog vekja athygli á því umfangsmikla starfi sem unnið er á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar og biðja fyrir þeim sem starfa innan hennar, þeim sem þjónustuna þiggja og þeim sem sinna leiðtogastörfum og taka vandasamanr ákvarðarnir sem lúta að heilbrigðismálum.

Verið öll hjartanlega velkomin til andlegrar uppbyggar sálar og samfélags.

Messað og danskur kammerkór

Messað verður í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 14. október nk. Prestur er Axel Árnason Njarðvík. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Kirkjukórinn syngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur ásamt leiðtogum. Kammerkórinn Euphonia frá Kaupmannahöfn sem mun taka þátt í messunni og syngja hluta af messu eftir Duruflé sem felld verður inní messuliðina hjá okkur og svo syngja auk þessa nokkur stutt verk. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið öll velkomin í Selfosskirkju.