Að venju er messa í Selfosskirkju klukkan ellefu sunnudaginn 2. september 2018. Að þessu sinni er prestur Axel Á Njarðvík og organisti Hilmar Örn Agnarsson. Allir velkomnir.
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
Selfosskirkja 5. ágúst
Sunnudaginn 5. ágúst kl. 11 er messa í Selfosskirkju. Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar, kór kirkjunnar syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Verið öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!
Messa á Jónsmessu
Axel, héraðsprestur messar á sunnudaginn, þann 24. júní kl. 11. Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór kirkjunnar leiðir söng.
Sumarsólstöður voru 21. júní sl. en þann dag reis sólin hæst síðan 21. desember sl. Frá jólum til Jónsmessu þá er hugmyndin að jólaljósið magnist í okkur. Við ættum að vera búinn í 6 mánuði að efla það með okkur, sem vöxtur ljósins í náttúrunni hefur í okkur að segja. Og næstu sex mánuði, hvað ljósið, í náttúruinni sem dofnar hægt og sígandi, hefur að segja um okkar inna ljós. Nær það að ljóma?
Á þig, Jesú Krist, ég kalla,
kraft mér auka þig ég bið.
Hjálpa þú mér ævi alla,
að ég haldi tryggð þig við.
Líkna mér og lát mér falla
ljúft að stunda helgan sið. -Sálmur: 196
Sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur og Selfossprestakall
Ég er aftur kominn til prestsþjónustu í Selfossprestakalli eftir ákvörðun prófasts Suðurprófastsdæmis um að nýta héraðsprestsembættið að hálfu með þeim hætti. Sömuleiðis fær Skálholtsprestakall sem nemur fjórðungi af mér. Héraðsprestsembættinu er því ráðstafað með þessum hætti til 1. júní 2019.
Ég þjónaði Selfossprestakalli frá ágúst 2012 til júlí 2015 eða í 36 mánuði. Annars bý ég Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fyrr. Síðustu níu mánuð hef ég verið í námsleyfi sem reyndar fór svolítið forgörðum vegna vígslubiskupskosningarinnar í Skálholti sem tók lengri tíma en ætla mátti í upphafi.
Viðtalstímar -um frekari samtöl og viðtöl- hjá mér næsta árið eru milli 10 og 12 í síma 8561574 og netfangið er axel.arnason (hjá) kirkjan.is. Samtöl og frekari viðtöl eru því eftir samkomulagi og ég hef skrifstofuaðstöðu og móttökuaðstöðu í Selfosskirkju og reyndar heima.
Blaðað í Biblíunni 2017
Fjóra þriðjudaga í marsmánuði 2017 verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um Fake News og Good News (sem svo oft ber á góma), eða skröksögur og sannar sögur, fjórum lykilspurninginum svarað af Lúkasi guðspjallamanni.
Farið verður í afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 7. mars og stendur yfir góða klukkustund. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.
Breyting: Blaðað í Biblíunni í nóvember
Enn eru lausir stólar fyrir fleiri.
Fjóra þriðjudaga í nóvemberrmánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkra afaráhugaverða þætti bókarinnar, eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17:00 þriðjudaginn 1. nóvember og stendur yfir góða klukkustund. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin
Slegist í för með fólkinu
Næstu fjóra miðvikudaga verða hér í Selfosskirkju samverustundir um sorg og þá raun og reynslu sem sprettur af missi. Þær hefjast klukkan fimm og þeim lýkur upp úr sex. Allir eru velkomir að koma og slást í för -hver svo sem raunin er. Sumir mæta alltaf aðrir kannski bara einu sinni. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur hefum umsjón með þessu ferðalagi.
„Er sorg knýr dyra“ í Selfosskirkju
Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i nóvember 2015 í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við sorg og missi.
Fyrsta skiptið verður þann 4. nóvmber kl. 17:00 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574 eða axel.arnason@kirkjan.iseða hjá prestum Selfosskirkju eða kirkjuverði í síma 482-2175. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Selfosskirkju, www.selfosskirkja.is.
Sunnudagsmessan næsta
Sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur messar að þessu sinni í Selfosskirkju, þann 25.október kl. 11. Barnastarf í kirkjunni á sama tíma. Glúmur Gylfason spilar á orgelið og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Hugað er að sáningu og uppskeru í textum dagsins. Hugum því að því hverju er sáð í okkur og hverju við sáum. Og síðan aðrir uppskera. Verið öll hjartanlega velkomin.
Biblíulesturinn bíður þín…
Fjóra miðvikudaga í okótbermánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju. Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkur vers, eðli textans sem og sögu hans. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17 miðvikudaginn 7. október og lýkur rétt fyrir 18:30. Vinsamlega skráið ykkkur á www.selfosskirkja.is eða með því að hringja skráningu í kirkjuvörð Selfosskirkju, Guðnýju Sigurðardóttur síma 482 2175. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.
Vinsamlega nýtið þetta form til skráningar: