Fermingarmessur verða í Selfosskirkju laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst.
Af sóttvarnarástæðum er eingöngu aðstandendum fermingarbarnanna heimilt að vera við athafnirnar.
Hefðbundið heldihald fellur því niður á meðan.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
Kóranámskeið í Selfosskirkju
Dagana 24.-27. ágúst verður boðið upp á kóranámskeið í Selfosskirkju. Allir krakka í 2.-5. bekk eru hjartanlega velkomin. !
Farið verður í tónlistarleiki og mikið sungið.
Tímarnir verða 16-17 alla daga frá mánudegi til fimmtudags.
Kennarar verða Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Kolbrún Hulda Tryggvadóttir. Umsjón hefur Edit A. Molnár.
Skráning á edit@simnet.is og taka fram nafn og aldur barnsins.
Námskeiðið er ókeypis.
Fermingarmessa í Selfosskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11:00
Fermingarmessa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11:00.
Af sóttvarnarástæðum er athöfnin einungis opin nánustu aðstandendum fermingarbarnanna.
Guðsþjónusta sunnudaginn 16. ágúst kl. 11:00
Guðsþjónusta verður sunnudaginn 16. ágúst kl. 11:00.
Kirkjukórinn leiðir söng og syngur, organisti Ester Ólafsdóttir og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Helgihaldið miðast við þær fjöldatakmarkanir sem í gildi eru og tekur mið af fyrirmælum um sóttvarnir.
Guðsþjónusta sunnudaginn 9. ágúst 2020
Guðsþjónusta er sett á kl. 11 sunnudaginn 9. ágúst. Prestur er Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur og Ester Ólafsdóttir er organisti, kórfólk leiðir söng. Að þessu sinni er fólk ekki beint hvatt til að koma til kirkjunnar. Sóttvarnir þarf að hafa í huga og að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Þessir tveir metrar eru nefndir í dag mannhelgi en í ólíkri merkingu frá því sem var í einkunarorði sem lýðveldinu Íslandi var sett í júní 1944.
Messa sunnudaginn 26. júlí kl. 11:00
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 26. júlí kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur og stjórnandi er Ester Ólafsdóttir.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagurinn 5. júlí 2020
Messa verður þann dag í Selfosskirkju kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur og Ester Ólafsdóttir er organisti. Kórfélagar leiða söng safnaðarins og þú ert velkominn og þú er velkomin.
Sunnudagurinn 28. júní 2020
Messa verður þann dag í Selfosskirkju kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur og Ester Ólafsdóttir er organisti. Kórfélagar leiða söng safnaðarins og þú ert velkominn og þú er velkomin.
Guðsþjónusta í Selfosskirkju 21. júní kl. 11:00
Velkomin til guðsþjónustu í Selfosskirkju sunnudaginn 21. júní kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur fallega sumarsálma og við tökum undir. Organisti Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa í Hellisskógi
Á hvítasunnudag 31. maí verður messa í Hellisskógi kl. 11:00 og verður messan við hellinn.
Kirkjukórinn syngur fallega sálma og lög sem tengjast sumrinum og náttúrunni undir stjórn Edit A. Molnár.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Skógar-messukaffi eftir stundina.
Frískandi getur verið fyrir þau sem hafa tök á að koma gangandi eða hjólandi