Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 17. júní kl. 11:00.
Í messunni verða sungnir ættjarðarsálmar.
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
Messa í Selfosskirkju 10.júní
Sunnudaginn 10.júní kl. 11 verður messa í Selfosskirkju. Sr. Ninna Sif, Ester organisti og kór kirkjunnar leiða stundina.
Allir velkomnir, sjáumst í kirkjunni!
Sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur og Selfossprestakall
Ég er aftur kominn til prestsþjónustu í Selfossprestakalli eftir ákvörðun prófasts Suðurprófastsdæmis um að nýta héraðsprestsembættið að hálfu með þeim hætti. Sömuleiðis fær Skálholtsprestakall sem nemur fjórðungi af mér. Héraðsprestsembættinu er því ráðstafað með þessum hætti til 1. júní 2019.
Ég þjónaði Selfossprestakalli frá ágúst 2012 til júlí 2015 eða í 36 mánuði. Annars bý ég Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fyrr. Síðustu níu mánuð hef ég verið í námsleyfi sem reyndar fór svolítið forgörðum vegna vígslubiskupskosningarinnar í Skálholti sem tók lengri tíma en ætla mátti í upphafi.
Viðtalstímar -um frekari samtöl og viðtöl- hjá mér næsta árið eru milli 10 og 12 í síma 8561574 og netfangið er axel.arnason (hjá) kirkjan.is. Samtöl og frekari viðtöl eru því eftir samkomulagi og ég hef skrifstofuaðstöðu og móttökuaðstöðu í Selfosskirkju og reyndar heima.
Messa sunnudaginn 3.júní
Sunnudaginn 3.júní verður messa í Selfosskirkju. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.
Góð stund og gott samfélag, sjáumst í kirkjunni!
Guðsþjónusta Selfossprestakalls í Laugardælakirkju sunnudaginn 27. maí kl. 11:00
Guðsþjónusta Selfossprestakalls verður í Laugardælakirkju sunnudaginn 27. maí kl. 11:00. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Aðalsafnaðarfundur verður að lokinni guðsþjónustu.
Athugið að engin messa verður í Selfosskirkju þennan sunnudag.
Helgihald á hvítasunnu
Helgihald um hvítasunnuhelgina í Selfossprestakalli:
Á hvítasunnudag er hátíðarmessa í Selfosskirkju kl. 11. Hátíðarsöngvar sungir. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti Edit Molnár, kór kirkjunnar syngur. Kl. 13.30 er svo fermingarmessa í Hraungerðiskirkju. Þar þjónar einnig sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson og kór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur.
Á annan hvítasunnudag er fermingarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, kór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur.
Góðar stundir framundan og gott samfélag. Sjáumst í kirkjunni!
Fundur fyrir foreldra fermingarbarna vorsins 2019
Fermingarfræsðla í Selfossprestakalli 2018-2019
Þriðjudagskvöldið 15. maí kl. 19:30 boða prestarnir í Selfossprestakalli foreldra væntanlegra fermingarbarna vorsins 2019 til fundar í Selfosskirkju. Þar verður fyrirkomulag fræðslunnar næsta vetur kynnt, m.a. fræðslunámskeið í ágúst og fermingarferðalag, sem og fermingardagar næsta vors. Allar nánari upplýsingar veita prestarnir sr. Guðbjörg í síma 8654444 eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og sr. Ninna Sif í síma 8491321eða ninnasif@gmail.com
Á fundinum verða börnin skráð í fræðsluna og velja fermingardag.
Messa sunnudaginn 13. maí kl.11:00
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 13. maí kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Bjarki Birgisson sem útskrifaðist í vor úr Leiðtogaskóli Þjóðkirkjunnar fær viðurkenningu frá kirkjunni.
Súpa og brauð að messu lokinni.
Uppstigningardagur – dagur eldri borgara
Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í kirkjunni. Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þar sem Hörpukórinn, kór eldri borgara á Selfossi syngur undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
Eftir messu verður borin fram súpa og eitthvað gott með kaffinu í safnaðarheimilinu í boði héraðssjóðs. Allir velkomnir, sjáumst í kirkjunni!