Næsta sunnudag: Krossamessa 3. maí kl. 11

Sunnudaginn 3. maí verður hin árlega krossamessa sem er uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar og þá verða þær sem eru að ljúka störfum með Unglingakórnum heiðraðar sérstaklega.  Um kvöldið kl. 20 verður síðast kvöldguðsþjónusta  vetrarins en þá munu Þóra GylfadóttirÞóra GylfadóttirEgill Páll Árnasonog Egill Páll Árnason syngja.

Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason.

Messa, lok barnastarfsins og ferming 26. apríl

Sumarsól

Messa, lok barnastarfs vetrarins og ferming Stefáns Tors Leifssonar kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Barnastarf á sama tíma í umsjón Hugrúnar Kristínar æskulýðsfulltrúa og æskulýðsleiðtoga Selfosskirkju. Kirkjukórinn leiðir söng. Ís og kaffisopi eftir messu sem og súpa og brauð á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.

Gleðilega páska!

Spjaltölva 015

“Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“ Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin”. (Matteusarguðspjall 28: 1-8)


Æskulýðsdagurinn 1. mars

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar –og  fjölskylduguðsþjónusta 1. mars 2015 kl. 11. Fjölbreyttileg tilbeiðsla í söng og spili. Nemendur úr Tónlistaskóla Árnesinga spila við upphafiplakat-æskulýðsdagsins. Krílasálmar nýttir í inngangi og kornabörn leggja lið í fangi mæðra. Spilað verður á blokkflautur og hugurinn leiddur. Unglingakór syngur og söfnuður tekur undir. Allir velkomnir. Súpa framborin í hádegi. –Axel, Edit, Guðný Einarsdóttir og Hugrún.

 

Leiksýning, þriðjudagskvöld 24. febrúar kl. 20 – allir velkomnir.

Leikritið “Upp, upp mín sál” verður sýnt í Selfosskirkju, þriðjudagskvöldið, 24. febrúar- kl. 20. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið á þetta leikrit, en sýningin er öllum opin. Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi. Leikarar eru þrír: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem er jafnframt leikstjóri.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið sem segir frá uppvaxtarárum Hallgríms Péturssonar. Verkið byggir að mestu á bókinni „Heimanfylgju“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur en leikgerðin er eftir Valgeir Skagfjörð.

Verkið er sniðið að ungum áhorfendum og miðar að því að gefa grunnskólabörnum innsýn inn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadag og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó. Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur, Tyrkjarán og dauðsföll allt um kring settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar.

Sagan er sögð á einfaldan en skemmtilegan hátt með aðferðum leikhússins, söng og hljóðfæraslætti.

Verið velkomin.