Ákveðið hefur verið að fresta sýningu leikritsins -Upp, upp mín sál um viku. Veðurspáin fyrir 17. febrúar er ekki góð og leikritið þarf að komast úr Reykjavík og til baka aftur.
Sem sagt þá verður sýningin þriðjudagskvöldið -24. febrúar- kl. 20. Við viljum þá enn á ný bjóða fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra á þetta leikrit og 300 sæti eru í boði eða svo (einnig fyrir aðra sem vilja koma). Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
Leiksýning í Selfosskirkju
Stoppleikhópurinn sýnir glænýtt íslenskt leikrit í Selfosskirkju á Sprengidag, 17. febrúar nk. kl. 20. Það nefnist: “Upp, upp” og er eftir Valgeir Skagfjörð en hann byggir verkið m.a á skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur: “Heimanfylgja” Leikritið byggir á æskusögu Hallgríms Péturssonar. Leikritið er sýnt í vetur í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Nú er fólki boðið að koma til Selfosskirkju á þetta leikrit sem tekur 45 mínútur í flutningi. Höfðað er sérstaklega til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra.
Fjölskylduguðsþjónusta 1. febrúar
Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 þann 1. febrúar í Selfosskirkju. Barnakór syngur og leiðir söng í helgihaldinu. Sköpunarsagan verður skoðuð. Æskulýðsfélagið leggur fram krafta sína.Fiðluspil og söngur. Og svo þú og þínir. Súpa og kaffi í hádegi. Kökubasar æskulýðsfélags eftir stundina. Hugrún Kristín og sr. Axel leiða söfnuðinn.
Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra.
Námskeiðið er ætlað börnum á fyrsta ári og foreldrum þeirra. Sungnir verða sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar. Á námskeiðinu læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Sex til átta vikna námskeið fer fram í Selfosskirkju á föstudögum kl. 11:00. Námskeiðið hefst 6. febrúar 2015.
Guðný Einarsdóttir útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistaskólans í Reykjavík vorið 2001 og lauk námi í kirkjutónlist frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn 2006. Við námið í Danmörku kynnti Guðný sér aðferðir og kenningar um tónlistarþroska og ekki síst tónlistarnámskeið fyrir ungbörn.
Guðný hefur verið organisti við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík frá 2007 og staðið fyrir fjölda Krílasálma námskeiða fyrir ungbörn og foreldra.
Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig. Sendið tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com eða á hugrun62@visir.is. Námskeiðsgjald er kr. 4000.
Allar nánari upplýsingar eru að finna á krilasalmar.wordpress.com. Einnig er hægt að hringja í Hugrúnu æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju í síma 482 3575 og gsm 822 8444.
Fjölskylduguðsþjónusta 11. jan. 2015
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur. Kórstjóri er Edit Molnár. Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi og séra Þorvaldur Karl Helgason, leiða guðsþjónustuna. – Súpa og kaffi að lokinni guðsþjónustu. Allir hjartanlega velkomnir.
Messa á nýju ári
Messa og barnastarf verður í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 4. janúar. Þetta verður fyrsta messan á nýju ári á þeim sunnudegi sem nefndur er sunnudagurinn milli nýárs og þrettánda. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík.Hugrún K Helgadóttir verður með barnastarfið og Jörg Sondermann er organisti og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Verið velkomin.
Fjórði sunnudagur í aðventu
21. des. 2014, 4. sunnudagur í aðventu. Jólasamvera barna kl. 11. Sungnir verða jólasálmar og jólalög undir stjórn Edit Molnár og dansað í kringum jólatréð. Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi og séra Þorvaldur Karl Helgason sjá um stundina.
Selfosskirkja sótt heim á aðventu
7. desember – 2. sunnudagur í aðventu
Messa og barnastarf kl. 11. Unglingakórinn syngur Lúsíusöngva undir stjórn Edit Molnár. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann . Umsjón með barnastarfinu hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Árlegir aðventutónleikar kl. 16, haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram, og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans. Aðgangseyrir kr. 2000, rennur að þessu sinni í Tónlistar- og menningarsjóð Selfosskirkju.
Verið velkomin til kirkjunnar.
Fermingarfræðsla í vikunni
Samkvæmt áæltun þá eiga fermingartímana í þessari viku. Þó með þeirri breytingu að miðvikudagstímarnir 3. desember verða að færast yfir á fimmtudaginn 4. desember á sama tíma. Vonum að það komi ekki að sök. Eins er rétt að minna á sunnudagsmessurnar. Nú á aðventu er hugað að undirbúningu jólahátíðarinnar og það verður megin efni þriðjudags og fimmtudagstímana. Viljið vera svo væn að ítreka mætinguna á þriðjudag og fimmtudag fyrir börnunum og eins að ýta við þeim að lesa í bókinni Con Díos. Síðan áttuðum við prestarnir okkur á því að sum börnin gátu ekki mætt á fimmtudegi kl. 15 svo við boðum þau að koma á sínum rétta tíma á miðvikudeginum 12. desember kl. 15.