6. apríl -fjölskylduguðsþjónusta

Við setjumst hér í hringinnNæstkomandi sunnudag (6. apríl) er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og  með henni lýkur með formlegum hætti sunnudagsskóla þessa vetrar í Selfosskirkju.  Sr. Ninna Sif og sr. Axel annast prestsþjónustuna auk leiðtoga úr sunnudagsskólanum. Barn- og unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnar, syngur og leiðir sönginn. Suzuki fiðluhópur spilar ennfremur. Að venju verður boðið til léttrar  hressingar í hádeginu í boði sóknarinnar. Þannig gefst okkur frekara tækfæri til samveru.
Verið öll velkomin og sjáumst í kirkjunni.

Föstuhádegi tvo næstu föstudaga

Föstuhádegi verða í kirkjunni föstudagana 4. og 11. apríl.  Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir.  Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju.  Föstuhádegi hefjast um kl. 12 og þeim lýkur laust fyrir kl. 13.  Allir velkomnir!

30. mars: Mettunarfrásagan í messu kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma

Sunnudaginn 30. mars verður messa kl. 11.  Mettunarfrásögnin til umræðu.  Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Organisti er Jörg Sondermann.  Kirkjukórinn leiðir sönginn.  Sunnudagaskóli á sama tíma íí safnaðarheimili – síðasti sunnudagaskóli vetrarins þar en honum verður formlega slitið með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 6. apríl.  Að venju sjá kvenfélagskonur um súpur og brauð og molasopa að lokinni messugjörð.  Sjáumst í kirkjunni!

23. mars 2014 messa og barnastarf

Miklihvellur!

Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organinsti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sögninn. Súpa og brauð á eftir. Biblíuleshópurinn hittist kl. 9:30 og fleiri eru velkomnir til lesturs.
Samverustund um sorg og úrvinnslu hennar næstu miðvikudaga í Selfosskirkju kl. 15:30.

16. mars: Messa og sunnudagaskóli

Messuboð

Sunnudaginn 16. mars, sem er annar sunnudagur í föstu, verður messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann.  Kirkjukórinn leiðir sönginn.  Súpa og brauð í safnaðarheimili á eftir.  Allir velkomnir!

9. mars 2014 helgihald

Messuboð

Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Axel Njarðvík. Organisti Jörg Sondarmann, Aðalsafnaðarfundur haldinn að lokinni guðsþjónustu.

Dagskrá aðalsafnaðarfundar:
Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.
Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr Starfsreglur um sóknarnefndir http://www2.kirkjan.is/node/11364):
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.(á ekki við í ár)
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.