Jól í skókassa

JolISkokassaKæru vinir Jól í skókassa.
Nú eru réttar tvær vikur í lokaskiladaginn í Selfosskirkju sem er fimmtudagurinn 13. nóvember. Á mörgum stöðum úti á landi eru formlegar móttökur en í höfuðborginni er lokaskiladagur 15. nóvember. Einnig er hægt að skila kassanum til næsta útibús Flytjanda sem flytur hann endurgjaldslaust til okkar í KFUM og KFUK í Reykjavík.

Þrátt fyrir erfitt ástand í Úkraínu og ólgu í austurhluta landsins undanfarna mánuði eru aðstandendur Jól í skókassa í óða önn að skipuleggja söfnunina í haust eins og undanfarin tíu ár. Stjórn verkefnisins fylgist vel með málum í Úkraínu og er í reglulegu sambandi við tengiliði verkefnisins þar til að meta stöðuna. Þörfin fyrir skókassana er síst minni nú en undanfarin ár og á svæðinu þar sem við störfum, í miðhluta landsins, er einnig kominn töluverður flóttamannastraumur.
Við sem stöndum að verkefninu viljum þakka ykkur öllum fyrir áhuga ykkar og stuðning við verkefnið undanfarin ár. Það er von okkar og trú að hver kassi skipti máli.