Fjölskyldumessa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 3. mars kl. 11:00.
Barna- og unglingakórar kirkjunnar koma fram og syngja.
Umsjón með stundinni hefur sr. Arnaldur Bárðarson.
Greinasafn eftir: Guðbjörg Arnardóttir
Bænastund fimmtudaginn 28. febrúar kl. 18:00
Fimmtudaginn 28.febrúar kl. 18, verður bænastund í Selfosskirkju vegna Páls Mars Guðjónssonar sem talið er að hafi fallið í Ölfusá sl. mánudagskvöld. Stundin er í umsjón presta kirkjunnar og allir eru hjartanlega velkomnir.
Aðalsafnaðarfundur í Selfosssókn þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20:00
Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.
Dagskrá aðalsafnaðarfundar:
Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.
Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr. Starfsreglur um sóknarnefndir www2.kirkjan.is/node/11364):
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðar skuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra vara manna til 4ra ára.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur skoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
7. Kynntar verða tvær hugmyndir um sameiningu prestakalla. Annars vegar sameiningu Eyrarbakka- og Selfossprestakalla í eitt prestakall og hins vegar heildarsameiningu prestakalla í Flóahreppi, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ í eitt prestakall
8. Önnur mál. Sjá nánar www.selfosskirkja.is
Helgihald sunnudaginn 17. febrúar
Hefðbundin messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 17. febrúar kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Súpa og brauð að messu lokinni.
Kvöldmessa verður kl. 20:00 þar mun Kór Menntaskólans á Laugarvatni syngja og er lagaval þeirra mjög frjölbreytt, allt frá ABBA til þjóðsöngsins. Nýlega hlaut kórinn Menningarverðlaun Suðurlands. Kórnum stjórnar Eyrún Jónasdóttir en hún hefur einnig í vertur stjórnað Barna- og unglingakór Selfosskirkju.
Messur sunnudaginn 3. febrúar
Messa sunnudaginn 2. febrúar kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón leiðtoga.
Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi.
Messa í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Prestsur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa sunnudaginn 20. janúar
Messa verður sunnudaginn 20. janúar kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð að athöfn lokinni
Konur eru konum bestar
Konur eru konum bestar – Sjálfsstyrkingarnámskeið í Selfosskirkju
Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Selfosskirkju fimmtudagana 17. og 24. janúar og er frá 19:30-21. Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.
Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar. Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg, annað hvort á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Gleðilegt ár
Helgihald í Selfossprestakalli – jólin 2018
Samverustund fyrir syrgjendur
Jól í skugga sorgar og áfalla
Samvera fyrir syrgjendur verður í Selfosskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 20:00. Erfitt getur verið að horfa fram til jóla og undirbúa þau í kjölfar missis eða áfalla. Er stundin sérstaklega ætluð til þess að styðja við fólk í slíkum aðstæðum. Kirkjukórinn syngur sálma, flutt verður hugleiðing og hægt að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina. Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir sjá um stundina. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu á eftir. Stundin er öllum opin.