Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2016

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2016

Aðalsafnðarfundur Selfosssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju sunnudaginn 6. mars kl. 12:30

Dagskrá aðalsafnaðarfundar

Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.

Dagskrá fundarins er með þessum hætti

1.  Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

2.  Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.

3.  Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.

4.  Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar

5.  Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.

6.  Kosning tveggja skoðunarmanna og enduskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.

7.  Önnur mál.

Starfsreglur um sóknarnefndar má finna á slóðinni:

http://kirkjuthing.is/log-og-reglur/starfsreglur/starfsreglur-um-soknarnefndir-nr-11112011/

 

 

40 ára starfsafmæli Ínu

Síðastliðinn föstudag átti Ína okkar 40 ára starfsafmæli í Selfosskirkju. Hún hefur staðið vaktina við ræstingar með miklum sóma. Við nutum góðs af þessum tímamótum því Ína kom með rjómapönnukökur og annað góðgæti.  Takk fyrir allt Ína 🙂

12801093_10153826484770469_1695821165795475996_n 12512441_10153826484755469_2753448551475833033_n

Helgihald helgarinnar

Messa sunnudaginn 21. febrúar kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti er Edit Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00.  Umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Söngur, sögur, Nebbi Nú, Konni og föndur 🙂12495007_10208652122249920_6384148287515157044_n

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Myndin er gömul af Selfosskirkju, nú styttist í afmæli!

Velkomin í sunnudagaskólinn í Selfosskirkju

Næsta sunnudag verður heldur betur fjör í sunnudagaskólanum. Krakkarnir fá að heyra Biblíusögu, þau syngja og Nebbi Nú verður á skjánum en hann hefur slegið í gegn í kirkjuskólanum í vetur.

Konni ætlar líka að kíkja í heimsókn og svo munu börnin fá að föndra kerstjana úr leir eins og á myndinni í lok stundarinnar. Að sjálfsögðu fá öll börm límmiða líka.

Sjáumst í sunnudagaskólanum!12688377_10153799353155469_4760688347209295887_n12729378_10153799353135469_2048929019649260918_n

Febrúarmót í Vatnaskógi

Um síðustu helgi fór góður hópur krakka úr Kærleiksbirnunum æskulýðsfélagi Selfosskirkju ásamt leiðtogum á Febrúarmót í Vatnaskógi.

Hópurinn var algjörlega til fyrirmyndar og skemmti sér vel í ratleikjum, brennó, á skemmtikvöldi, á balli, í kvöldstundum og spjalli við nýja og gamla vini.

Takk fyrir frábæra helgi! Takk öll sem studdi þau við fjáröflun til að fara á mótið

1931331_10153799360655469_431642395209202006_n

Helgihald sunnudaginn 7. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa í Selfosskirkju 7. febrúar

Sunnudaginn 7. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11:00.  Þar mun Barnakór Selfosskirkju og nokkrar raddir úr Unglingakórnum syngja, einnig kemur fram Suzuki fiðluhópur 4 frá tónlistarskólanum kennari hans er Guðmundur Pálsson.

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir er að safna sér fyrir því að fara á febrúarmót í Vatnaskógi og verða krakkarnir með kökubasar og bænasteina til sölu eftir messuna

12625959_10208141010260262_1789391813_n

Um kvöldið er kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00, eru þessar messur notalegar stundir með öðruvísi tónlist.  Að þessu sinni mun Ragnheiður Blöndal syngja og undirleikari með henni er Hafsteinn Viktorsson.

1505452_10205372390774123_769988618853554588_n (00000002)

 

Það er því nóg í boði um helgina í Selfosskirkju.  Verið hjartanlega velkomin.  Kveðja Guðbjörg Arnardóttir

 

Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar

Dagana 21. og 28.janúar kl. 19-22 verður boðið upp á námskeiðið Konur eru konum bestar í Selfosskirkju.  Um er að ræða sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem hefur notið mikilla vinsælda og þúsundir kvenna sótt sér til uppbyggingar.  Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Guðbjörg Arnardóttir og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis en skráning nauðsynleg á netföngin gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninnasif@gmail.com eða í síma 8654444 (Guðbjörg) eða 8491321 (Ninna Sif).