Yfirlit eftir helgi

Það var nóg að gera um helgina í safnaðarstarfi Selfosskirkju.  Kirkjukór Selfosskirkju tók þátt í samsöngsverkefni kirkjukóra í Skálholti á laugardagkvöld.  Á sunnudaginn var líf og fjör í Selfosskirkju þegar Hafdís og Klemmi komu í heimsókn í sunnudagaskólann.  Þá var guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju og skírn í Villingaholtskirkju.

Á Facebook síðu Selfosskirkju má sjá stutt myndband frá helginni.

h+kkirkjkór 2kirkjukórinn

Sjá þann mikla flokk

Kirkjukór Selfosskirkju tekur þátt í þessari spennandi dagskrá og kórasamstarfi í Skálholtskirkju

Söngdagskrá, lestrar og bænir verða í Skálholtskirkju laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 20.00. Kirkjukórar í Suðurprófastdæmi munu flytja tónlist sem hæfir þessum tíma kirkjuársins, prestar annast lestra ásamt vígslubiskupi. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stýrir dagskránni.

Flytjendur tónlistar eru Þóra Gylfadóttir, sópran, László Kéringer, tenór, kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og Haraldar Júlíussonar, kór Selfosskirkju, stjórnandi Edit Molnár, kór Hveragerðiskirkju, stjórnandi Miklós Dalmay og Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Helgihald sunnudagsins

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 8. nóvember kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Edit Molnár, kirkjukórinn syngur.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00 í heimsókn koma Hafdís og Klemmi með leiksýningu sem kostar ekkert inn á.

Guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, kirkjukórinn syngur og leiðir safnaðarsöng.

 

Hafdís og Klemmi í Selfosskirkju

Sunnudaginn 8. nóvember koma Hafdís og Klemmi í sunnudagskólann í Selfosskirkju.  Á DVD diskunum Daginn í dag eru þau aðalpersónurnar og nú gefst okkur tækifæri til að sjá þau ljóslifandi.  Leiksýningin þeirra um um leyndardóma háloftsins hefst kl. 11:00 Í sunnudagaskólanum og er aðgangur ókeypis.  Við þökkum Kvenfélagi Selfosskirkju fyrir stuðninginn við að fá þau í heimsókn. Hafdís-og-Klemmi_minni

Myndbönd frá safnaðarstarfinu á Facebook síðu Selfosskirkju #lifandikirkja

Við prestarnir í Selfossprestakalli höfum verið að setja inn myndbönd á Facebook síðu Selfosskirkju þar sem við segjum frá lífinu í safnaðarstarfinu í viku.  Við tókum skemmtilegri áskorun sem byrjaði í Garðakirkju og hefur þetta mælst vel fyrir.  Hér er myndband dagsins.

Dagur 6.

Posted by Selfosskirkja on 4. nóvember 2015

 

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn í Selfossprestakalli safna í dag þriðjudaginn 3. nóvember fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Börnin fá fyrst fræðslu um vatnsverkefni Hjálparstarf kirkjunnar í Afríku og fara að því loku gláðbeitt út með merkta bauka.  Það er ósk okkar að vel verði teki á móti þeim.  Síðan fá þau kakó og brauð hjá Kvenfélagi Selfosskirkju. 20151103_130226-1

Jól í skókassa

Æskulýðsfélag Selfosskirkju vinnur að verkefninu Jól í skókassa og munu þau vinna að því á æskulýðsfundi þriðjudaginn 3. nóvember kl. 19:30.  Hægt verður að skila jóla-skókössum til 5. nóvember í Selfosskirkju.

Upplýsingar um verkefnið Jól í skókassa og hvað má fara í kassana o.fl. er að finna á heimsíðunni:  http://kfum.is/skokassar/

 

Helgihald helgarinnar í Selfossprestakalli

Föstudaginn 9. október fáum við heimsókn í kirkjuna frá Kvenfélagasambandi Íslands sem heldur landsþing sitt á Selfossi þessa helgi.  Setningarathöfn þingsins fer fram í kirkjunni og mun Unglingakór Selfosskirkju syngja og sr. Guðbjörg Arnardóttir ávarpar hópinn.  Það er heiður fyrir okkur í Selfosskirkju að fá að taka á móti þessum góðum kvenfélagskonum sem margar kirkjur um allt land eiga margt að þakka.

Sunnudaginn 11. október verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Organisti verður Edit Molnár en hún hefur tekið við því organista og kórstjóra Kirkjukórs Selfosskirkju, hún verður einnig áfram með barna- og unglingakórinn.  Barn verður borið til skírnar í messunni.  Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að athöfn lokinni.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma kl. 11:00, umsjónarmaður er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.  Það er alltaf gaman og gott að fara í sunnudagaskólann og fá nýjan límmiða á veggpsjaldið sem öllum börnum er afhent.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju í Flóa á sunnudaginn einnig kl. 13:30, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.

Velkomin í kirkjuna okkar