Samtal um sorg og áföll

Nú í október fer að stað fræðsla og samtal um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju.  Það gerir mörgum gott sem gengið hafa í gegnum sorg eða önnur áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum. Við byrjum samverurnar á opnum fyrirlestri sem verður í Safnaðarheimili Selfosskirkju miðvikudaginn 18. október kl. 20:00.  Til okkar kemur Jóhanna María Eyjólfsdóttir sem er fagstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni.  Viku síðar förum við af stað með samtalshópa og í hópnum gefst þátttakendum færi á að ræða í einlægni og trúnaði um líðan sína, deila reynslu sinni og hlusta á aðra. 

Umsjón með hópunum hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is .  Dagsetningar fyrir samtalshópana eru:  25. október kl. 18:00, 2. nóvember kl. 18:00 (ath fimmtudagur), 8. nóvember kl. 18:00, 15. nóvember kl. 18:00 og 22. nóvember kl. 18:00.

Fyrirlesturinn og samtalið er öllum opinn óháð búsetu og styrkt af Hérðassjóði Suðurprófastdæmis

Fjölskyldmessa – bangsablessun

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudaginn 1. október kl. 11:00. 
Dúkku- og bangsablessun, krakkar hvött til að koma með dúkkuna sína eða bangsann. 
Barna- og Unglingakórinn syngur og leiðir söng.  Hefðbundinn sunnudagaskóli fellur niður.

Eftir athöfnina verður boðið upp á hressingu og útifata-skiptimarkaður verður í Safnaðarheimilinu milli kl. 12-14.

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00.

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Gulur september er samvinnverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þjóðkirkjan er hluti af verkefninu og er það von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Verður í messunni vakin athygli á verkefninu og Gulum september ;

Sömuleiðis er gaman að geta þess að starfsfólk Selfosskirkju mun nk. þriðjudag 12. september klæðast einhverju gulu.

Nánari upplýsingar um verkefni má finna hér:

Sjálfsvígsforvarnir | Ísland.is (island.is)