Fermingarfræðslan að hefjast

Það er spenna í loftinu því við búum okkur undir að hitta verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli.  Fræðslan byrjar mánudaginn 21. ágúst og þau sem eru þegar skráð fá tölvupóst með nánari upplýsingum.  Þau sem vilja vera  með en eiga eftir að skrá sig fara inn á eftirfarandi slóð.

Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)

Nánari upplýsingar um fræðsluna má finna inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin svo má líka heyra í okkur prestunum ef það eru einhverjar spurningar.

Helgihald á sjómannadegi

Stokkseyrarkirkja

Helgihald á sjómannadegi sunnudaginn 4. júní.

Guðsþjónusta kl. 11:00, blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni guðsþjónustu.  Kirkjukórinn syngur.

Eyrarbakkakirkja

Helgihald á sjómannadegi sunnudaginn 4. júní.

Guðsþjónusta kl. 14:00, blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni guðsþjónustu.  Kirkjukórinn syngur.

Safnaðarstarf hefst á ný

Nú hefst allt safnaðarstarf í ný í Selfosskirkju

Morgunbænir alla þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15 og kaffisopi eftir stundina.
Barnastarf á þriðjudögum:
6-9 ára barnastarf kl. 14:30-16:00
TTT (10-12 ára) barnastarf 17:00-18:30
Kórastarf á þriðjudögum og fimmtudögum:
Unglingakór (6.-10.bekkur) kl. 14:30-16:00 þriðjudögum
og fimmtudag kl. 15-16
Barnakór (3.-5.bekkur) kl. 16:00-16:45 á þriðjudögum
Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 17-17:30.
12 spora starf hefst með kynningarfundi mándaginn 12. september kl. 18:00.
Æskó-fundir á mánudögum kl. 20:00-21:30