Sunnudaginn 28. ágúst kl. 11:00 verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju og sunnudagaskólinn verður í messunni.
Fermingarbörn eru nú byrjuð að safna messum og fá stimpil fyrir mætingu!
Kynning á starfinu okkar í vetur.
Sunnudaginn 28. ágúst kl. 11:00 verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju og sunnudagaskólinn verður í messunni.
Fermingarbörn eru nú byrjuð að safna messum og fá stimpil fyrir mætingu!
Kynning á starfinu okkar í vetur.
Nú fer safnaðarstarf í Selfosskirkju að hefjast að nýju eftir sumarfrí.
Fermingarfræðslan hefst í vikunni og eiga ferminarbörn að mæta báða þessa daga í Selfosskirkju:
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 14-16: Vallaskóli og BES
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 16-18: Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 14-16: Vallaskóli og BES
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 16-18: Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Þau sem ekki eru skráð í fræðsluna eiga að skrá sig hér:
Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)
Sunnudaginn 28. ágúst verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju kl. 11:00 og eftir messuna verður kynning á safnaðarstarfinu í vetur.
Ekki verður messa í Selfosskirkju sunnudaginn 17. júlí en við bendum fólki á að heimsækja Skálholt og við hittumst á Skálholtshátíð. Þar verður hátíðarmessa kl. 14:00.
Dagskrá hátíðarinnar má finna hér:
Skálholtshátíð 16. – 17. júlí: “Kliður af köllun friðar” | skalholt
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 10. júlí kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudaginn 3. júlí verður messa í Selfosskirkja kl. 11:00.
Sömuleiðis verður helgistund í Stokkseyrarkirkju kl. 14:00.
Helgistund verður í Selfosskirkju sunnudaginn 26. júní kl. 11:00.
Velkomin að eiga kyrra og fallega stund í kirkjunni, prestur Arnaldur Bárðarson.
Helgihald sunnudagsins 12. júní verður í þremur kirkjum prestakallsins.
Laugardælakirkja
Guðsþjónusta kl. 11:00. Almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu.
Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni athöfn.
Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni athöfn.
Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju á hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur fallegu hvítasunnusálmana okkar, organisti verður Esther Ólafsdóttir og prestur Guðbjörg Arnardóttir
Velkomin til stundarinnar!
Þó vorið sé komið og fermingum í Selfosskirkju lokið er nóg framundan hjá okkur.
Fimmtudaginn 12. maí kl. 18:00, boðum við til fundar vegna fermingarfræðslu næsta árs. Á fundinn mæta foreldrar verðandi fermingarbarna, foreldrar barna fædd 2009 sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig við byggjum fræðsluna upp. Við opnum líka fyrir skráningar í fermingarfræðsluna þar sem fermginardagurinn er einnig valinn. Það er alltaf spennandi að taka á móti og kynnast nýjum hópi fermingarbarna. Fundurinn er fyrir öll börn sem vilja fermast í Árborgarprestakalli eða í Selfosskirkju, Stokkseyrarkirkju, Eyrarbakkakirkju, Gaulverjabæjarkirkju, Villingholtskirkju, Hraungerðiskirkju og Laugardælakirkju. Fyrir þau sem ekki komast á fundinn birtast upplýsingar um fræðsluna hér inn á heimasíðunni undir fermingarstörfin.
Framundan er einnig kóranámskeið fyrir 1.-2. bekk. Á námskeiðinu er farið í tónlistarleiki og mikið sungið. Kennarar á námskeiðinu eru Kolbrún Berglind Björnsdóttir og Edit A. Molnár. Námskeiðið verður dagana 17. og 20. maí kl. 17:00-17:45 og 24. maí kl. 17:15-18:00. Skráð er á námskeiðið á netfangið edit@simnet.is
Sunnudaginn 15. maí verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00. Það verður gott að koma í kirkjuna, hlusta á fallega sálma og ná sér niður eftir fjörugar kosningar og Eurovision.
Kirkjukórinn syngur ljúf og falleg sumarlög og sálma, einsöng syngur Halldór Unnar Ómarsson, Edit A. Molnár stjórnar og spilar undir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Velkomin !
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00, umsjón Sjöf Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.