Hátíðarguðsþjónustur í Árborgarprestakalli    Verið velkomin til kirkju á helgum jólum 2022

Aðfangadagur 24. desember 

Selfosskirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Stokkseyrarkirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Eyrarbakkakirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30
Selfosskirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30     

Jóladagur 25. desember 

Hraungerðiskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Laugardælakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00 
Gaulverjabæjarkirka – Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:00   

Annar dagur jóla 26. desember 

Villingaholtskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Ljósheimar – Helgistund kl. 13
Móberg – Helgistund kl. 14  

Gamlársdagur 31. desember 

Selfosskirkja – Guðsþjónusta kl. 17:00   

Guð gefi öllum gleðilegra og friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár.

Að ganga á fund áfalla, sorgar og missis

Mynd

Skuggahliðin

Fyrirhugaðar eru fjórar samverur á næstunni í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við áföll, sorg og missi. Fyrsta skiptið verður mánudaginn 28. nóvmber kl. 17:30 og svo næstu þrjá mánudaga á sama tíma. Hvert skipti varir í tæpan klukkutíma. Stutt innlegg verður í upphafi hvers sinn og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík og djáknans Guðmundar Brynjólfssonar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574 eða axel.arnason@kirkjan.is eða Guðmundi djákna í síma 899 6568 eða gummimux@simnet.is.

Guðmundur djákni- nýr liðsmaður

Guðmundur Brynjólfsson djákni
Guðmundur Brynjólfsson djákni

Nú leysir af í hálfu starfi við Árborgarprestakall vegna veikinda í starfsliði kirkjunnar, Guðmundur Brynjólfsson, en hann tók vígslu sem djákni 2012 til Guðríðarkirkju í Reykjavík. Guðmundur er búsettur í Þorlákshöfn og var djákni þar frá 2015 til 2020. Undanfarin ár hefur hann fengist við skáldsagnagerð, leikritun, fræðimennsku og háskólakennslu fyrir utan djáknastörfin. Djákninn er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og meistarapróf í leiklistarfræðum. Áætlað er að Guðmundur verði hér við störf þar til 13. janúar 2023. Starfssvið Guðmundar djákna verður á sviðið fræðlsu- og líknarmál. Enn fremur mun hann leiða helgihald safnaðanna og sinna sálgæslu sem kallað er eftir. Sími Guðmundar er s. 899 6568 og netfang: gummimux@simnet.is.

Biskup Íslands vísiterar


Messað verður í Selfosskirkju sunudaginn 16. október kl. 11.

Biskup Íslands heimsækir Árborgarprestakall og tekur þátt í messunni ásamt prestum Selfosskirkju. Edit Molnár leikur á orgelið og kirkjukór Selfoss leiðir safnaðarsönginn. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir messu og eru allir hjartanlega velkomnir.

Dagskrá biskupsvisitasíunnar er sem hér segir:

Laugardagur 15. október

Kl. 9:30, helgistund í Stokkseyrarkirkju og samtal við sóknarnefnd

Kl. 11:00, helgistund í Eyarbakkakirkju og samtal við sóknarnefnd

Hádegismatur í Rauða húsinu

Kl. 13:00, helgistund í Gaulverjabæjarkirkju og samtal við sóknarnefnd

Kl. 15:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Laugardælakirkju

Sunnudagur 16. október

KI. 9:30, samtal við sóknarnefnd Selfosskirkju

KI. 11:00, messa i Selfosskirkju

Hádegismatur

KI. 13:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Hraungerðiskirkju

KI. 14:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Villingaholtskirkju

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. ágúst 2020

Guðsþjónusta er sett á kl. 11 sunnudaginn 9. ágúst. Prestur er Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur og Ester Ólafsdóttir er organisti, kórfólk leiðir söng. Að þessu sinni er fólk ekki beint hvatt til að koma til kirkjunnar. Sóttvarnir þarf að hafa í huga og að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Þessir tveir metrar eru nefndir í dag mannhelgi en í ólíkri merkingu frá því sem var í einkunarorði sem lýðveldinu Íslandi var sett í júní 1944.