Kirkjukórnum boðið í afmæli

Í gærkvöldi, sunnudagskvöldið 20. nóvember, var kirkjukórnum boðið að syngja ásamt kikrjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna á tónleikum í tilefni af sjötíu ára afmæli þeirra. Kórarnir sungu saman þrjú verk og söng Halla Dröfn Jónsdóttir einsöng í tveimur þeirra.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá tónleikunu

 

01 02 03 04

Norðmenn í heimsókn

Síðastliðinn laugardag, 1. október, tók kirkjukór Selfosskikju á móti 70 manna norskum kór. Norski kórinn er í raun ekki starfandi kór heldur hópur fólks úr nokkrum kórum af vesturströnd Noregs.  Kórarnir héldu sameiginlega tónleika í kirkjunni þar sem þeir sungu bæði saman og sitt í hvoru lagi. Tóleikarnir tókust vel og gaman fyrir kirkjukórinn að taka þátt í verkefni sem þessu.

 

2016-10-01 18.03.06 2016-10-01 16.52.13

Hátíðartónleikar Kirkjukórsins.

Kirkjukór Selfosskirkju er sjötíu ára í dag.  Af því tilefni verða haldnir hátíðartónleikar í Selfosskirkju klukkan fjögur.  Efnisskráin er flölbreytt.  Kórinn mun meðal mannars syngja  lög sem flutt voru á fyrstu tónleikum kórsins 1946 auk annara verka.  Með kórnum koma fram kórar Hveragerðis og Kotstranadasókna, kór Þorlákskirkju, kór Hruangerðis- og Villingaholtssóknar og unglingakór Selfosskirkju.  Halla Dröfn Jónsdóttir syngur einsöng.  Stjórnandi þessa alls er Edit Anna Molnár en undirleik annast Miklós Dalmay.  Meðfylgjandi er mynd af sameiginlegri æfingu kóranna.

 

2016-03-17 21.06.17

Vel heppnaður æfingardagur kirkjukórsins

Það er mikill undirbúningur í gangi fyrir 70. ára afmælistónleika Kirkjukórs Selfosskirkju sem fara fram þann 19. mars . Kórinn hélt æfingardag í Hveragerðiskirkju laugardaginn 20. febrúar þar sem stífar og langar æfingar skiluðu góðum árangi. Það var sérstaklega gagnlegt þegar heimakórinn sameinaðist kirkjukórnum og kórarnir æfðu saman tvö verk sem þau munu flytja saman á afmælistónleikunum . Æfingin heppnaðist mjög vel og er ávísun á stórbrotin flutning á væntanlegum tónleikum.

IMG_3250