Messur sunnudaginn 3. febrúar

Messa sunnudaginn 2. febrúar kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón leiðtoga.
Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi.

Messa í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Prestsur Guðbjörg Arnardóttir.

Tvær messur í Selfosskirkju

Sunnudaginn 27.janúar verða tvær messur í Selfosskirkju.  Kl. 11 er messa og sunnudagaskóli.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Um sunnudagaskólann sjá leiðtogarnir Katrín og Bjarki.  Að messu lokinni er borin fram súpa í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa þar sem Magnús Þór Sigmundsson sér um tónlistina.  Afslöppuð og notaleg kvöldstund þar sem fléttast saman tónlist, bænir og ritningarorð.  Prestur sr. Ninna Sif.

Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar – Sjálfsstyrkingarnámskeið í Selfosskirkju

Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Selfosskirkju fimmtudagana 17. og 24. janúar og er frá 19:30-21.  Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.

Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar.  Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg, annað hvort á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

 

Samverustund fyrir syrgjendur

Jól í skugga sorgar og áfalla
Samvera fyrir syrgjendur verður í Selfosskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 20:00.  Erfitt getur verið að horfa fram til jóla og undirbúa þau í kjölfar missis eða áfalla.  Er stundin sérstaklega ætluð til þess að styðja við fólk í slíkum aðstæðum.  Kirkjukórinn syngur sálma, flutt verður hugleiðing og hægt að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina.  Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir sjá um stundina.  Kaffisopi í Safnaðarheimilinu á eftir.  Stundin er öllum opin.

 

Helgistund og jólaball sunnudagaskólans 16. desember kl. 11:00

Þriðja sunnudag í aðventu, 16. desember kl. 11:00 verður helgistund í Selfosskirkju.  Við syngjum jólasálma, verðum með bænastund og flytjum leikritið sem flutt var við heimsóknir leik- og grunnskólanna á aðventunni.  Eftir stundina verður svo jólaball sunnudagaskólans í Safnaðarheimilinu, dansað í kringum jólatréð og við fáum að sjálfsögðu góða gesti í heimsókn til okkar alla leið út Ingólfsfjalli.

 

 

Helgihald á fyrsta sunnudegi í aðventu í Selfosskirkju

Hátíðleg barna- og fjölskyldumessa sunnudaginn 2. desember kl. 11:00.  Unglingakórinn syngur, kórstjóri Eyrún Jónasdóttir, Umsjón með messunni Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Súpa og brauð að messu lokinni, sömuleiðis verður Unglinakórinn með kökubasar.

 Aðventukvöld sunnudaginn 2. desember kl. 20:00. Kirkjukórinn, Unglingakórinn og Barnakórinn syngja, kórstjórar eru Ester Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir.  Ræðumaður kvöldsins er Bjarni Harðarson, Guðbjörg Arnardóttir leiðir stundina.  Hátíðleg og falleg samvera á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Messa 25.nóvember

Sunnudaginn 25. nóvember er messa í Selfosskirkju kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.

Súpa og brauð að messu lokinni gegn vægu gjaldi.