Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir hefur verið ráðinn nýr æskulýðsfulltrúi í Selfosskirkju. Hún hefur áður starfað að æskulýðsmálum innan kirkjunnar og er með BA próf í guðfræði og réttindi í kennslufræðum. Við bjóðum hana velkomna til starfa hlökkum til samstarfsins.
Greinasafn fyrir flokkinn: Eitt og annað
Messa 6.september
Messa sunnudaginn 6.september kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann. Súpa, brauð og kaffi í safnaðarheimili að messu lokinni. Allir velkomnir, sjáumst í kirkjunni!
Messa sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00
Messa sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Jörg Sondermann, Kirkjukór Selfosskirkju syngur.
Súpa í safnaðarheimili á eftir gegn vægu gjaldi
Barnakór Selfosskirkju – kynning
Kórtónleikar í Selfosskirkju
Kórtónleikar í Selfosskirkju
Mánudaginn 24. ágúst kl. 19.30 heldur The Orlando Singers frá Bretlandi (London) tónleika í Selfosskirkju. Á efnisskrá eru verk eftir Josph Haydn, Wolfgang Amadeus Mozart, Georg Friedrich Händel, Marcel Dupré ofl. Stjórnandi kórsins er David Everett, Steven Maxson spilar á orgelið. Aðgangseyrir 1.000 krónur, miðasala við innganginn. Allir eru hjartanlega velkomin.
Selfosskirkja
Messa sunnudaginn 16. ágúst
Messa sunnudaginn 16. ágúst kl. 11:00. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Jörg E Sondremann, Kirkjukórinn syngur. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi
Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli
Dagana 17.-21. ágúst verða verðandi femingarbörn vorsins 2016 á námskeiði í Selfosskirkju kl. 9-12:30. Þau fermingarbörn í Selfossprestakalli sem ekki hafa skráð sig eru velkomin en við biðjum foreldra þeirra að hafa samband við okkur prestana Ninnu Sif Svavarsdóttur ninnasif@gmail.com eða Guðbjörgu Arnardóttur gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Innsetningarmessa sunnudaginn 9. ágúst kl. 11:00
Innsetingarmessa verður sunnudaginn 9. ágúst kl. 11:00. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur setur prestana Ninnu Sif Svavarsdóttur og Guðbjörgu Arnardóttur inn í embætti í Selfossprestkalli. Kaffiveitinar á eftir í boði sóknarnefndar. Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg E Sondermann.
Æskulýðsfulltrúi óskast til starfa í Selfosskirkju
Messa kl. 11 28. júní
Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 8. kafla Jóhannesarguðspjalls en þar segir svo frá: Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við Jesú: „Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð okkur í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?“ Þetta sögðu þeir til að reyna hann svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.
Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum.
Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?“
En hún sagði: „Enginn, Drottinn.“
Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.“
Hvað skrifaði Jesús í sandinn? Hvað lásu þeir úr sandinum sem hjá stóðu?
Hvað hét þessi kona? Hvað varð um hana?