Fjölskylduðguðsþjónusta verður kl. 11 sunnudaginn 14. september og markar upphaf vetrarstarfsins í kirkjunni. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og æskulýðsleiðtogar þjóna. Félagar í barna og unglingakórum kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár. Létt máltíð í safnaðarheimili að messu lokinni. Allir velkomnir! Sjáumst í kirkjunni!
Greinasafn fyrir flokkinn: Safnaðarstarf
Æskulýðsfulltrúi óskast til afleysinga
Sóknarnefnd Selfosskirkju auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa til afleysingar í sex mánuði næsta vetur frá 1. nóvember 2014 til 30. apríl 2015. Um er að ræða 100% starf sem felur í sér umsjón með æskulýðsstarfi á vegum Selfosssóknar í samráði við presta Selfosskirkju. Menntun og reynsla sem nýtist í starfi nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starfið og starfskjör veita Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar (bjossirak@simnet.is) og sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur (axel.arnason@kirkjan.is og í s. 482-2375) og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (ninnasif@gmail.com og í s. 482 2275). Umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun sinni og reynslu í æskulýðsstarfi. Umsóknir sendist á: Sóknarnefnd Selfosskirkju b.t. Björns Inga Gíslasonar formanns v/ Kirkjuveg 800 Selfossi. Umsóknarfrestur er til 1. október 2014.
Tólf sporin -andlegt ferðalag í Selfosskirkju 2014- 2015
Mannrækt – viltu bæta lífsgæðin?
Kynningarfundur um 12 spora starf verður miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 20:00 í Selfosskirkju.
12 spora starfið hefur gefið mörgum mjög mikið. 12 spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar til að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu með styrk kristinnar trúar. Opnir fundir verða haldnir kl. 20:00 þann 24. september, 1. október og 8. október og eftir það hefst vinna í lokuðum hópum. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostnaðarlausu, utan þess að þeir þurfa að kaupa vinnubókina 12 sporin –Andlegt ferðalag. Upplýsingar gefur Hugrún Helgadóttir Sími 822 844
Kallað eftir börnum í barnakórinn
Barnakór Selfosskirkju auglýsir eftir börnum fædd 2004 og 2005 sem vilja ganga í kórinn.
Fyrsta kóræfing er 11. septeber í Selfosskirkju kl 15:15 til 16:00. Frekari upplýsingar eru á vefsíður Selfosskirkju www.selfosskirkja.is eða hjá kórstjóranum edit@simnet.is.
Barnakór (4.-6. bekkur): Æfingar á þriðjudögum kl. 14:00-14:45 í kórherbergi og samæfing með Unglingakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:00 í safnaðarheimili
Unglingakór (7.-10. bekkur): Æfingar í kórherbergi á þriðjudögum kl. 15:00-15:45 og samæfing með Barnakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:30 í safnaðarheimili.
Barnakór kemur reglubundið inn í sunnudagaskólann og kemur einnig í heimsókn í kirkjuskólann ásamt því að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustum. Þá fara kórar í heimsóknir í Grænumörk, á Ljósheima og Fossheima. Stjórnandi kóranna er Edit Molnár.
Grímur formaður sóknarnefndar segir af sér
Á fundi sóknarnefndar 26. ágúst sl. sagði Grímur Hergeirsson af sér sem sóknarnefndarmaður og þar með hættir hann sem sóknarnefndarformaður Selfosssóknar. Björn Ingi Gíslason varaformaður tekur því sæti Gríms sem formaður sóknarnefndar og Guðný Ingvarsdóttir tekur sæti aðalsmanns í sóknarnefnd í stað Gríms fram að næsta aðalsafnaðarfundi.
Fermingarfræðslunámskeið verður 18.-22. ágúst
Fermingarfræðslunámskeið fyrir þau fermingarbörn sem fermast vorið 2015 verður haldið í Selfosskirkju dagana 18.-22. ágúst nk. Mæting er kl. 9 á hverjum morgni og gert er ráð fyrir að vera til kl. 12:30 eða 13. Um er að ræða margþætta fræðslu í umsjón prestanna, auk þess sem gestafyrirlesari kemur í heimsókn, farið verður í leiki og leiðsögn gefin í leikrænni tjáningu. Á fræðslunámskeiðinu er byggt á bókinni Con Dios sem öll börn þurfa að hafa meðferðis á námskeiðið. Boðið verður upp á létta morgunhressingu um kl. 10:30 á hverjum morgni.
Verslunarmannahelgin: Messa 3. ágúst kl. 11
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 3. ágúst kl. 11. Prestur er sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur og organisti Jörg Sondermann. Félagar úr Kirkjukórnum leiða sönginn. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir!
Messa 6. júlí
Messa 29. júní 2014
Messa er kl. 11 sunnudaginn 29. júní hér á Selfossi. Alla sunnudaga er messa í Selfosskirkju kl. 11. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík og allir eru hjartanlega velkomnir til helgihaldsins. Organisti kirkjunnar, Jörg Sondermann spilar og Kirkjukór Selfoss syngur. Sunnudagssúpa í hádeginu. Guðspjall 2. sunnudags eftir þrenningarhátíð er tekið úr Lúkasi.
Messa 22. júní kl. 11
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þann 22. júní sem er um leið 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Organisti er Jörg Sondarmann og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Súpa gegn vægu gjaldi eftir messu. Guðspjall þessa dags er úr Lúkasarguðspjalli en þar segir Jesús dæmisögun um böl og gæði. Verið velkomin!