Messa 4. sunnudag eftir páska- 18. maí

IMG_0154Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík og organisti Jörg Sondermann. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi. Guðspjallstexti er tekinn úr Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús talar um hjálparann. Tilvalið tækifæri til að huga að andlegri uppbyggingu sinni. Pistillinn er úr Jakobsbréfi áhugaverð sýn birtist þar til „…Vitið þetta, elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það sem rétt er í augum Guðs. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“

Fundir vegna ferminga vorið 2015

Foreldrar þeirra fermingarbarna sem fermast vorið 2015 eru boðuð til fundar í kirkjunni mánudagskvöld og þriðjudagskvöld, 12. og 13. maí, kl. 19:30.  Athugið að nóg er að mæta á annan fundinn.  Rætt verður um fermingarnámskeið sem verður 22.-26. ágúst og skipulag fermingarstarfanna næsta vetur.  Þá verður hægt að nálgast skráningarblað þar sem fermingardagar næsta vors koma fram.

Samlestur á bókinni Vakandi hugur-vökult hjarta

Vakandi hugur-100

Kyrrðarbænin (Centering Prayer) er víða stunduð í hópum á Íslandi – og um allan heim og líka í Selfosskirkju.  Boðið verður upp á lestrarferðalag um bókina Vakandi hugur- vökult hjarta eftir einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar  Thomas Keating. Kyrrðardagar og námskeið með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar má kynnat betur á vefnum undir www.kristinihugun.is. Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld innri þagnar. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast  og sem sagt einni hér í Selfosskirkju kl. 17 næstu mánudaga og sá fyrsti verður þann 14. apríl. Allir velkomnir.

Bókin kostar kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu en fæst víðar í bókaverslunum.

Stund um sorg og áföll 9. apríl

smáblómÞann 9. apríl kl. 15:30 er fjórða samveran um glímuna við sorg og áföll hér í Selfosskirkju. Stutt innlegg verður í upphafi og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.

Saltfiskur og föstustund í dag kl. 12

Föstuhádegi verður í dag og síðan aftur næsta föstudag  11. apríl.  Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir.  Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju.  Föstuhádegi hefjast um kl. 12 og þeim lýkur laust fyrir kl. 13.  Allir velkomnir!

Stund um sorg og áföll í dag 2. apríl

Gengið um grýti

Í dag 2. apríl kl. 15:30 er þriðja samveran um glímuna við sorg og áföll hér í Selfosskirkju. Stutt innlegg verður í upphafi og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.

6. apríl -fjölskylduguðsþjónusta

Við setjumst hér í hringinnNæstkomandi sunnudag (6. apríl) er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og  með henni lýkur með formlegum hætti sunnudagsskóla þessa vetrar í Selfosskirkju.  Sr. Ninna Sif og sr. Axel annast prestsþjónustuna auk leiðtoga úr sunnudagsskólanum. Barn- og unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnar, syngur og leiðir sönginn. Suzuki fiðluhópur spilar ennfremur. Að venju verður boðið til léttrar  hressingar í hádeginu í boði sóknarinnar. Þannig gefst okkur frekara tækfæri til samveru.
Verið öll velkomin og sjáumst í kirkjunni.