Sunnudagurinn 31. maí

Þorvaldur Karl Helgason

Þorvaldur Karl Helgason

Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þann 31. maí 2015. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason en þetta verður síðasta messa hans í prestsþjónustu hans við Selfossprestakall. Tristan Máni Valdimarsson verður fermdur en hann býr í Svíþjóð. Organsti Jörg E Sondermann, kirkjukór Selfoss syngur og leiðir söng. Súpa og kaffi gegn vægu gjaldi eftir messuna. Verið velkomin.

Fyrirlestur í dag, 20. maí kl. 19:30

Bjarni Harðarson

Bjarni Harðarson

Bjarni Harðarson, bóksali og rithöfundur, flytur erindi um bókmenntir og kirkjulíf, í Selfosskirkju kl. 19:30 í kvöld. Elín Gunnlaugsdóttir syngur nokkur gömul sálmalög sem langt er síðan sungin voru. Einnig mun hún segja nokkur orð um þessa sálma.  Dagskráin er hluti Listafoss sem er menningarvika í Selfosskirkju. Aðgangur ókeyptis.

Að lokinni Krossamessu 3. maí sl.

Stelpurnar sem voru að ljúka starfið

Stelpurnar sem voru að ljúka kórstarfinu

Krossamessa var haldin 3. maí sl. Þá luku 7 stúlkur söngstarfi sínu með Unglingakór Selfosskirkju og fengu að gjöf krossmen frá kirkjunni. Stúlkunum var þannig það mikla starf sem þær hafa tekið þátt í undanfarin ár og blessun lýst yfir.  Á  myndinni eru þær Dröfn Sveinsdóttir, Guðrún Lára Stefánsdóttir, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Kristín Hanna Jóhannesdóttir, Sesselja Sólveig Jóhannesdóttir, Sólveig Ágústa Ágústsdóttir og Þórunn Ösp Jónasdóttir ásamt Edit Molnár kórstjóra.

 

 

Nýr kirkjuvörður til starfa

Guðný Sigurðardóttir, kirkjuvörður

Guðný Sigurðardóttir, kirkjuvörður

Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin kirkjuvörður við Selfosskirkju. Guðný hóf formlega störf 1. maí sl en Gunnþór Gíslason, kirkjuvörður til átta ára lauk störfum sínum 30. apríl. Um leið og Gunnþóri eru færðar þakkir er Guðný boðin velkomin til starfa.