Safnaðarstarf hefst á ný
Nú hefst allt safnaðarstarf í ný í Selfosskirkju
Morgunbænir alla þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15 og kaffisopi eftir stundina.
Barnastarf á þriðjudögum:
6-9 ára barnastarf kl. 14:30-16:00
TTT (10-12 ára) barnastarf 17:00-18:30
Kórastarf á þriðjudögum og fimmtudögum:
Unglingakór (6.-10.bekkur) kl. 14:30-16:00 þriðjudögum
og fimmtudag kl. 15-16
Barnakór (3.-5.bekkur) kl. 16:00-16:45 á þriðjudögum
Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 17-17:30.
12 spora starf hefst með kynningarfundi mándaginn 12. september kl. 18:00.
Æskó-fundir á mánudögum kl. 20:00-21:30
Fjölskyldumessa í Selfosskirkju
Sunnudaginn 28. ágúst kl. 11:00 verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju og sunnudagaskólinn verður í messunni.
Fermingarbörn eru nú byrjuð að safna messum og fá stimpil fyrir mætingu!
Kynning á starfinu okkar í vetur.
Safnaðarstarf að hefjast að nýju
Nú fer safnaðarstarf í Selfosskirkju að hefjast að nýju eftir sumarfrí.
Fermingarfræðslan hefst í vikunni og eiga ferminarbörn að mæta báða þessa daga í Selfosskirkju:
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 14-16: Vallaskóli og BES
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 16-18: Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 14-16: Vallaskóli og BES
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 16-18: Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Þau sem ekki eru skráð í fræðsluna eiga að skrá sig hér:
Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)
Sunnudaginn 28. ágúst verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju kl. 11:00 og eftir messuna verður kynning á safnaðarstarfinu í vetur.
Hittumst á Skálholtshátíð
Ekki verður messa í Selfosskirkju sunnudaginn 17. júlí en við bendum fólki á að heimsækja Skálholt og við hittumst á Skálholtshátíð. Þar verður hátíðarmessa kl. 14:00.
Dagskrá hátíðarinnar má finna hér:
Skálholtshátíð 16. – 17. júlí: “Kliður af köllun friðar” | skalholt
Messa sunnudaginn 10. júlí kl. 11:00
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 10. júlí kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa sunnudaginn 3. júlí
Sunnudaginn 3. júlí verður messa í Selfosskirkja kl. 11:00.
Sömuleiðis verður helgistund í Stokkseyrarkirkju kl. 14:00.
Helgistund sunnudaginn 26. júní kl. 11:00
Helgistund verður í Selfosskirkju sunnudaginn 26. júní kl. 11:00.
Velkomin að eiga kyrra og fallega stund í kirkjunni, prestur Arnaldur Bárðarson.
Helgihald 12. júní
Helgihald sunnudagsins 12. júní verður í þremur kirkjum prestakallsins.
Laugardælakirkja
Guðsþjónusta kl. 11:00. Almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu.
Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni athöfn.
Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni athöfn.
Helgihald um hvítasunnu
Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju á hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur fallegu hvítasunnusálmana okkar, organisti verður Esther Ólafsdóttir og prestur Guðbjörg Arnardóttir
Velkomin til stundarinnar!