Við vekjum athygli á erindi um sorg og sorgarviðbrögð í Hveragerðiskirkju 3. nóvember kl. 20 og sorgarsamtölum í kjölfarið á miðvikudögum. Verið velkomin.
Helgihald á Allra heilagra messu, 6. nóvember
Verið velkomin til helgihalds í Árborgarprestakalli á Allraheilagramessu, sunnudaginn 6. nóvember.
Stokkseyrarkirkja kl. 11. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Organisti Haukur Gíslason.
Villingaholtskirkja kl. 13:30 – Þjóðbúningamessa og messukaffi í Þjórsárveri. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Eiríksson.
Kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20. Fiðlunemendur Maríu Weiss frá TÁ koma fram og spila í messunni. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Organisti Edit Molnár. Kirkjukór Selfoss syngur.
Guðsþjónustur í Árborgarprestakalli 23. október
Guðsþjónusta verður í Eyrabakkakirkju kl. 11.
Arnaldur Bárðarson þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmundur Sigurðsson
Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudagskvöldið 16. október kl. 20.
Arnaldur Bárðarson þjónar fyrir altari. Kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn Edit Molnár.
Einnig munu Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari og Luke Starkey lútuleikari flytja lútusöngva eða enska gullaldarsöngva í messunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þriðjudagssamvera
Gefandi samvera milli 14 og 15:30 með söng og spjalli, kaffi og konfekti. Gestur samverunnar er Bjarni Harðarson, bóksali með meiru og hann mun segja frá hugðarefnum sínum. Andrúmsloftið er heimilislegt og verið hjartanlega velkomin.
Biskup Íslands vísiterar
Messað verður í Selfosskirkju sunudaginn 16. október kl. 11.
Biskup Íslands heimsækir Árborgarprestakall og tekur þátt í messunni ásamt prestum Selfosskirkju. Edit Molnár leikur á orgelið og kirkjukór Selfoss leiðir safnaðarsönginn. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir messu og eru allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá biskupsvisitasíunnar er sem hér segir:
Laugardagur 15. október
Kl. 9:30, helgistund í Stokkseyrarkirkju og samtal við sóknarnefnd
Kl. 11:00, helgistund í Eyarbakkakirkju og samtal við sóknarnefnd
Hádegismatur í Rauða húsinu
Kl. 13:00, helgistund í Gaulverjabæjarkirkju og samtal við sóknarnefnd
Kl. 15:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Laugardælakirkju
Sunnudagur 16. október
KI. 9:30, samtal við sóknarnefnd Selfosskirkju
KI. 11:00, messa i Selfosskirkju
Hádegismatur
KI. 13:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Hraungerðiskirkju
KI. 14:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Villingaholtskirkju
Útför Stefáns Sigurjónssonar
Útför Stefáns Sigurjónssonar er gerð frá Selfosskirkju 14. október 2022 kl. 14.00. Nálgast má steymi hér
ORGELKRAKKAHÁTÍÐ
sunnudaginn 2. október
DAGSKRÁ
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organistar heimsækja okkur og spila fræg orgelverk og Eurovisionslagara. Barnakór Selfosskirkju syngur og hver veit nema það verði fleiri óvæntir gestir?
Kl. 12:30 og 13:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili.
Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar.
Skráning fer fram með tölvupósti á orgelkrakkar@gmail.com
Nánari upplýsingar á facebook.com/orgelkrakkar
Samverustund í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna
Samverustund verður í Selfosskirkju í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna miðvikudaginn 14. september kl. 20:00.
Fulltrúi Pieta samtakanna flytur ávarp.
Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Hugljúf tónlist.
Helgihald í september
Hér má sjá yfirlit yfir helgihald í prestakallinu okkar í september.
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 11. septmber kl. 20:00 en sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00.