Kvöldmessa í Selfosskirkju

Kvöldmessa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 31. október kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur fallega sálma og einsöng með þeim syngur Gísli Stefánsson, organisti Edit A. Molnár. Stundin verður einnig helguð minningu látinna ástvina og mögleiki að kveikja á kerti í minningu þeirra sem við höfum misst. Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir. Þetta verður notaleg og falleg stund, allra sóttvarna verður gætt og þó ekki sé grímuskylda hvetjum við fólk til þess að vera með grímu.

Þennan sama sunnudag verður guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00 og í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00.

Samverustundir vegna makamissis í nóvember

Makamissir

Að missa maka gerbreytir lífi fólks og eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á breyttum forsendum. Í nóvember verður boðið upp á fyrirlestra og samtal um makamissi. Eru samverurnar samstarfsverkefni Árborgar-, Hveragerðis- og Þorlákshafnarprestakalls.

2. nóvember kl. 19:30 í Selfosskirkju
K. Hulda Guðmundsdóttir frá Sorgarmiðstöð flytur erindið: ,,Að missa makann – hvað hjálpar?“

9. nóvember kl. 19:30 í Selfosskirkju
Ólafur Teitur Guðnason flytur erindi og deilir eigin reynslu.

16. og 23. nóvember og kl. 19:30 í Selfosskirkju, verður boðið upp á samtal um sorg og sorgarviðbrögð vegna makamissis og mun prestarnir Ninnna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir leiða samtalið.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir, enginn aðgangseyrir og ekki þörf á skráningu en frekari upplýsingar má finna hjá prestunum Guðbjörgu Arnardóttur, Ninnu Sif Svavarsdóttur.  Þá má benda á að á Facebook er að finna hópinn „ekkjur og ekklar á Selfossi og nágrenni“ og eru þau sem það á við hvött til þess að skrá sig í hópinn.

Bleik messa í Selfosskirkju

Bleik messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 17. október kl. 11:00.
Fulltrúi frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu flytur erindi.
Kirkjukórinn syngur fallega sálma, organisti Edit A. Molnár, prestur Arnaldur Bárðarson.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Viljum einnig minna á guðsþjónustu í Hraungerðiskirkju sunnudaginn 17. október kl. 13:30.

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 10. október kl. 11:00

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 10. október kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti er Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Viljum einnig benda á kvöldmessu í Stokkseyrarkirkju sama sunnudag kl. 20:00. Þar syngur Kirkjukór Stokkseyrarkirkju, organisti er Haukur Arnarr Gíslason og prestur Guðbjörg Arnardóttir

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 26. september kl. 11:00

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 26. september kl. 11:00.
Kirkjukórinn og Unglingakórinn syngja, organisti Edit A. Molnár og prestur verður Arnaldur Bárðarson.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Einnig viljum við benda á aðrar messur í prestakallinu þennan sunnudag
Guðsþjónusta í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00
Kvöldguðsþjónusta í Eyarbakkakirkju kl. 20:00

Kvöldmessa sunnudaginn 12. september kl. 20:00

Sunnudaginn 12. september verður kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur fallega kvöldsálma, organisti Edit A. Molnár og prestur Gunnar Jóhannesson. Það verður notalegt að eiga góða kvöldstund í kirkjunni.

Sunnudagaskólinn verður á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum.

Þau sem vilja koma til messu kl. 11:00 á sunnudagsmorgni er bent á guðsþjónustu í Stokkseyrarkirkju þennan sama sunnudag kl. 11:00. Þar syngur Kirkjukór Stokkseyrarkirkju og organisti er Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.