Nýr kirkjuvörður til starfa

Guðný Sigurðardóttir, kirkjuvörður

Guðný Sigurðardóttir, kirkjuvörður

Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin kirkjuvörður við Selfosskirkju. Guðný hóf formlega störf 1. maí sl en Gunnþór Gíslason, kirkjuvörður til átta ára lauk störfum sínum 30. apríl. Um leið og Gunnþóri eru færðar þakkir er Guðný boðin velkomin til starfa.

Næsta sunnudag: Krossamessa 3. maí kl. 11

Sunnudaginn 3. maí verður hin árlega krossamessa sem er uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar og þá verða þær sem eru að ljúka störfum með Unglingakórnum heiðraðar sérstaklega.  Um kvöldið kl. 20 verður síðast kvöldguðsþjónusta  vetrarins en þá munu Þóra GylfadóttirÞóra GylfadóttirEgill Páll Árnasonog Egill Páll Árnason syngja.

Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason.

Messa, lok barnastarfsins og ferming 26. apríl

Sumarsól

Messa, lok barnastarfs vetrarins og ferming Stefáns Tors Leifssonar kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Barnastarf á sama tíma í umsjón Hugrúnar Kristínar æskulýðsfulltrúa og æskulýðsleiðtoga Selfosskirkju. Kirkjukórinn leiðir söng. Ís og kaffisopi eftir messu sem og súpa og brauð á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.

Sumardagurinn fyrsti 2015

Fuglinn Sumardagurinn fyrstiSumardaginn fyrsta fagnar Barna- og unglingakór Selfosskirkju sumrinu í Selfosskirkju með tónleikunum “Fuglinn í fjörunni” kl. 15:00. Á tónleikunum verða einungis flutt verk sem snúa að fuglum og jafnframt munu kórfélagar lesa upp ljóð um fugla, sum hver frumsamin! Um undirleikinn sér Miklós Dalmay og er kórstjórnandi Edit Molnár.

Aðgangseyrir eru 1500 kr. Innifalið í verðinu eru léttar kaffiveitingar eftir tónleikanna.

Fermingar og viðtöl

Nú dregur hratt  að fyrstu fermingum. Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar –axel.arnason@kirkjan.is– hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Æfing fyrir fermingu á skírdegi, 2. apríl  verður þriðjudaginn 31. mars  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Æfing fyrir fermingu, sunnudaginn 12. apríl  verður fimmtudaginn 9. apríl  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á https://selfosskirkja.is/?page_id=44

þriðjudaginn 31. mars kl 14-16 og miðvikudaginn 1. apríl  kl 14-16 fyrir börnin sem fermast  á skírdegi  2. apríl.

Þriðjudaginn 28.apríl kl 14-16 og miðvikudaginn 29. apríl fyrir börnin sem fermast 9. og 10. maí.

Börnin mega koma aðra daga en nefnda ef þurfa þykir.

Viltu lesa Passíusálm á föstudeginum langa?

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju föstudaginn langa, þann 3. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil. Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman. Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst eða senda tölvupóst á axel.arnason@kirkjan.is. Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.

Helgihald og tilbeiðsla fram yfir páska

Við krossins helga tréSelfosskirkja

Laugardagur, 28. mars. Fermingarmessa, kl. 11.

Pálmasunnudagur, 29. mars. Fermingarmessa, kl. 11. – Sunnudagssskóli á sama tíma á baðstofulofti.

Skírdagur, 2. apríl. Fermingarmessa, kl. 11.

Föstudagurinn langi, 3. apríl. Lestur Passíusálma, kl. 13-17,30. Fólk úr söfnuðinum les. – Kyrrðarstund við krossinn, kl. 20. Píslarsagan lesin og sjö orð Krists á krossinum, við kertaljós og sálmasöng.

Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarmessa kl. 8. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. Sóknarnefnd býður til morgunverðar að lokinni messu.

Laugardælakirkja

Skírdagur 2. apríl. Guðsþjónusta kl. 13,30. Altarisganga. Almennur söngur. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Villingaholtskirkja

Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Hraungerðiskirkja

Annar í páskum, 6. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Nú dregur að fyrstu fermingum

Bjartur dagurNú dregur að fyrstu fermingum, laugardaginn 28. mars kl. 11 og sunnudaginn 29. mars kl. 11. Æfing fyrir fermingu og mátun kyrtla verður fimmtudaginn 26. mars, kl. 17 fyrir laugardagshópinn og kl. 18 fyrir sunnudagshópinn. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar (axel.arnason@kirkjan.is) hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á hér
komi þriðjudaginn 17. mars kl 14-16 eða miðvikudaginn 18. mars kl 14-16 og til vara þriðjudaginn 24. mars kl 14-16  eða miðvikudaginn 25. mars kl 14-16.