Sunnudagurinn 5. febrúar 2023

Messað er í Selfosskirkju sunnudaginn 5. febrúar kl. 11. Prestur Axel Njarðvík.
Organisti Edit Molnár. Kór Selfosskirkju leiðir safnaðarsönginn. Boðið er upp á súpu og kaffi í safnaðarheimilinu eftir
messu (gegn 1000 kr. gjaldi).

Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 í safnaðarheimilinu eða um leið og messan.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju kl. 13:30. Prestur Axel Njarðvík.
Organisti Guðmundur Eiríksson.
Kór Villingaholtskirkju leiðir safnaðarsönginn.

Verið velkomin

Morgunbænir á nýju ár

Morgunbænir byrja á nýju ári í Selfosskirkju næstkomandi þriðjudag, 10. janúar.

Morgunbænir eru góð og gefandi stund í upphafi dags og eru þær á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 9:15.

Verið hjartanlega velkomin.

Messufalla á gamlársdag 2022!!

Veðurviðvörun fyrir Suðurland á morgun, gamlársdag, er orðin appelsínugul og gildir fram eftir deginum. Vegna vondrar veðurspár og fyrirsjáanlegrar ófærðar er messan sem átti að vera kl. 17 í Selfosskirkju felld niður.

Við óskum öllum friðar og farsældar á komandi ári.

Messufall á jólanótt

Ég sneri við á leiðinni á Selfoss kl. 22:21 enda ekkert vit í að halda áfram niður Skeið eftir alla ófærðina sem runnið var í gegnum . Vindur fór vaxndi þær 20 mín sem eknar voru gegnum og snjór mikill. Var þó á jeppanum. Megi jólanóttin færa ykkur frið og fegurð í hjarta. Kveðja Axel prestur