Messa 20.ágúst kl. 11

Sunnudaginn 20.ágúst kl. 11 verður messa í Selfosskirkju.  Þangað eru fermingarbörn vorsins 2018  boðin sérstaklega velkomin ásamt fjölskyldum sínum og messan er í beinu framhaldi af námskeiðinu sem hin væntanlegu fermingabörn hafa verið á í kirkjunni í vikunni.  Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, organisti og kórstjóri er Edit Molnár.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi, djús og ávexti í safnaðarheimilinu.

Messa í Selfosskirkju og á Silfurbergi

Sunnudaginn 13. ágúst verður hefðbundin messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Barn verður borið til skírnar.  Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  

Síðar um daginn verður útimessa á Silfurbergi.  Lagt verður af stað upp bergið Kl. 17:00 og á toppi Silfurbergsins verður samveru- og bænastund.  Gott að ljúka góðri skemmtun Sumars á Selfossi með göngu og íhugun um lífið, trúna og tilveruna.  Hlakka til að sjá sem flesta.  Guðbjörg Arnardóttir

Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

Fermingarnámskeið í Selfosskirkju

Fermingarfræðsla fyrir verðandi fermingarbörn Selfossprestakalls hefst 16. ágúst kl. 09:00 í Selfosskirkju.  Fræðslan hefst með þriggja daga námskeiði sem verður í Selfosskirkju dagana 16.-18. ágúst frá 09:00 til 12:30.  Þeir foreldrar sem skráð hafa börn sín í fermingarfræðslu fá tölvupóst með nánari upplýsingum en þeir foreldar sem ekki hafa skráð börn sín í fræðsluna eru beðnir að hafa samband við Guðbjörgu Arndóttur með því að senda póst á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is  eða í síma 865 4444.  Allar nánari upplýsingar um fermingarfræðslu í Selfossprestakalli er að finna  hér á heimasíðunni undir flipanum fermingarstörfin.  Við hlökkum til að taka á móti nýjum hópi fermingarbarna og væntum uppbyggilegar, góðrar og skemmtilegar samveru með þeim.   

Með kærum kveðjum

Guðbjörg og Ninna Sif

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 23. júlí

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. júlí kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, Kirkjukórinn syngur og organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.

Vert er einnig að benda á að þessa helgi er Skálholtshátíð og vönduð dagskrá bæði á laugardag og sunnudag í Skálholti.  Á sunnudag er hátíðarmessa í Skálholtskirkju sem hefst kl. 13:30.  Hægt er að kynna sér dagskrár Skálholtshátíðar á vefnum http://skalholt.is/

 

Helgihald helgarinnar í Selfosskirkju

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður bænastund í Selfosskirkju kl. 12:30.  Það verður stutt stund inni í kirkjunni svo hengjum við falleg orð á kirkjuhurðina, blásum sápukúlubænir, fáum blessun í lófann og höldum svo af stað í skrúðgönguna sem leggur af stað frá Selfosskirkju kl. 13:00. 

Sunnudaginn 18. júní kl. 11:00 verður skógarmessa í Hellisskógi og kemur í stað hefðbundinnar messu í Selfosskirkju.  Byrjað verður á bílaplaninu við minnismerkið og gengið um skóginn, stoppað á nokkrum stöðum þar sem ritningarorð og bænir verða lesin.  Endað verður við hellinn með hugleiðingu, blessun og skógarkaffi.  Sjáumst sem flest stór sem smá og klædd eftir veðri, umsjón með stundinni hefur Guðbjörg Arnardóttir.