Messa í Laugardælakirkju 11.júní kl. 11

Nk. sunnudag 11.júní fer hin hefðbundna sunnudagsmessa prestakallsins fram í Laugardælakirkju þar sem verður messa kl. 11.   Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Strax að messu lokinni verður haldinn aðalsafnaðarfundur Laugardælasafnaðar.

Helgihald í Selfossprestakalli á hvítasunnu

Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kirkjunnar og verður messað í þremur kirkjum prestakallsins.

Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag 4. júní kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Villingaholtskirkja
Fermingarmessa á hvítasunnudag 4. júni kl. 13:00.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hraungerðiskirkja
Hátíðarmessa á annan hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00.  Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónassonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

 

Messa sunudaginn 28. maí kl. 11:00

Messa verður í Selfosskirku sunnudaginn 28. maí kl. 11:00.

Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu gjaldi, þetta er jafnframt síðasta súpusamveran fyrir sumarið.  Þó áfram verði messað með hefðbundnum hætti verður ekki boðið upp á súpu.

 

Guðsþjónusta á uppstigningardegi

Guðsþjónusta verður á uppstigningardegi í Selfosskirkju kl. 11:00.  Hefð er fyrir því að helga daginn öldruðum.  Hörpurkórinn mun leiða safnaðarsöng og syngja í athöfninni.  Stjórnandi þeirra er Guðmundur Eiríksson og mun Guðbjörg Arnardóttir þjóna við athöfnina.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á súpu í Safnaðarheimilinu og er hún í boði héraðsnefndar Suðurprófastdæmis.

Verið hjartanlega velkomin til góðrar samverustundar!

 

Helgihald í Selfossprestakalli sunnudaginn 21.maí

Á morgun, sunnudag 21.maí verður messa í Selfosskirkju kl. 11.  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Kl. 13.30 er helgistund á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum.

Kl.20 er kvöldmessa með þáttöku Bifreiðaklúbbs Suðurlands þar sem Sóli Hólm fer með gamanmál.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Sumarnámskeið TTT (10 -12 ára)

Sumarnámskeið TTT  dagana 14. – 16. júní frá kl. 13:00 – 15:00
TTT námskeið er fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára.
Leikir, söngur, föndur, útivera, ratleikur, leiklist og bænastundir.
Námskeiðið fer fram í Selfosskirkju. Lokaskráningardagur er 13. júní.
Námskeiðið er frítt.
Umsjón: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju
Skráning með því að senda nafn barns, fæðingarár og síma foreldra á johannayrjohannsdottir@gmail.com

Kvöldmessa með Sóla Hólm og Bifreiðaklúbbi Suðurlands

Næstkomandi sunnudagskvöld 21.maí verður hressandi og skemmtileg kvöldstund í Selfosskirkju.  Kvöldmessa hefst kl. 20 þar sem Sóli Hólm mun fara með gamanmál og e.t.v. taka nokkur lög eins og honum einum er lagið.  Messan er haldin í samstarfi við Bifreiðaklúbb Suðurlands sem mun eftir messu bjóða messugestum að skoða bíla sína á bílastæðinu við kirkjuna og boðið verður upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

Messa sunnudaginn 7. maí kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Organisti Edit A. Molnár og Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Félagar úr Gídeónfélaginu munu taka þátt í messunni en félagið heldur aðalfund sinn á Selfossi þessa helgina með aðstöðu í safnaðarheimilinu okkar.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.