Sorgarhópur í Selfosskirkju

Sorgarhópur í Selfosskirkju

Í apríl verður farið af stað með sorgarhópa í Selfosskirkju.  Samveran byggist á stuttu innleggi og síðan umræðum er varða sorg og sorgarúrvinnslu.  Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og geta þannig í trúnaði og einlægni rætt um líðan sína.  Umsjón með samverunum hafa Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og prestar Selfosskirkju Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 20. apríl kl. 17:30 og næstu þrjá miðvikudaga á eftir.  Óskað er eftir því að fólk skrái sig hjá prestunum á eitthvað af eftirfarandi netföngum:  axel.arnason@kirkjan.is, ninnasif@gmail.com, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

IMG_8500

Vortónleikar Karlakórs Rangæinga í Selfosskirkju

Karlakór Rangæinga heldur vortónleika í Selfosskirkju þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:30.

Sérstakir gestir: Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópran og kvartettinn Rangárdætur (söngnemendur úr Tónlistarskóla Rangæinga).

Undirleikarar: Glódís Margrét Guðmundsdóttir á píanó og Grétar Geirsson á harmoníku.

Stjórnandi: Guðjón Halldór Óskarsson, organisti.

Efnisskráin er létt og fjölbreytt eins og sjá má m.a. hér: www.karlar.is

Karlakór afmælistónleikar 2015 BÓ 104

Helgihald í Selfossprestakalli í dymbilviku og um páska

Skírdagaur:  

Laugardælakirkja:  Messa kl. 13:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.

Föstudagurinn langi:

Selfosskirkja: Lestur Passíusálma hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi.  Fólk úr söfnuðinum les.  Boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu og fólki er frjálst að koma og fara eftir því sem hentar.  Umsjón hefur sr. Guðbjörg Arnardóttir.

Kyrrðarstund við krossinn kl. 20.  Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson les sjö orð Krists á krossinum.  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Guðbjörg Arnardóttir.

Páskadagur:

Selfosskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Að guðsþjónustu lokinni býður sóknarnefnd til morgunverðar í safnaðarheimilinu.

Hraungerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Kór Hraungerðis – og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.

Annar páskadagur:

Villingaholtskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Kór Hraungerðis – og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00

Fermingarmessa verður á skírdag kl. 11:00.  Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur ásamt röddum úr Unglingakórnum.

Fermd verða:

Arnar Svan Ævarsson, Tjaldhólum 10, 800 Selfoss

Aron Ómar Hjartarson, Móhellu 20, 800 Selfoss

Aron Örn Óskarsson, Tjaldhólum 36, 800 Selfoss

Ágúst Gísli Heimisson, Glóru 2, 801 Selfoss

Ágúst Máni Þorsteinsson, Þóristúni 18, 800 Selfoss

Daníel Örn Þorbjörnsson, Grafhólum 14, 800 Selfoss

Elfar Ísak Halldórsson, Sléttuvegi 5, 800 Selfoss

Elín María Eiríksdóttir, Hrauntjörn 4, 800 Selfoss

Haukur Þór Ólafsson, Víðivöllum 20, 800 Selfoss

Íris Dögg Pétursdóttir, Spóarima 8, 800 Selfoss

Margrét Ísleifsdóttir, Tröllhólum 15, 800 Selfoss

Ólafur Ben Gunnarsson, Tjaldhólum 14, 800 Selfoss

Pálmar Arnarson, Hraunhellu 9, 800 Selfoss

Sigurbjörg Steinarsdóttir, Tröllhólum 21, 800 Selfoss

Hátíðartónleikar Kirkjukórsins.

Kirkjukór Selfosskirkju er sjötíu ára í dag.  Af því tilefni verða haldnir hátíðartónleikar í Selfosskirkju klukkan fjögur.  Efnisskráin er flölbreytt.  Kórinn mun meðal mannars syngja  lög sem flutt voru á fyrstu tónleikum kórsins 1946 auk annara verka.  Með kórnum koma fram kórar Hveragerðis og Kotstranadasókna, kór Þorlákskirkju, kór Hruangerðis- og Villingaholtssóknar og unglingakór Selfosskirkju.  Halla Dröfn Jónsdóttir syngur einsöng.  Stjórnandi þessa alls er Edit Anna Molnár en undirleik annast Miklós Dalmay.  Meðfylgjandi er mynd af sameiginlegri æfingu kóranna.

 

2016-03-17 21.06.17

Föstuhádegi í dag kl. 12

20160318_091243

Veislan heldur áfram! Föstuhádegi í dag kl. 12 sem hefst með örstuttri helgistund inni í kirkju og svo snæðum við saman dýrindis saltfisk og meðlæti í safnaðarheimilinu sem þær Guðný kirkjuvörður og María hafa þegar hafist handa við að útbúa. Halla Marinósdóttir söngkona syngur við undirleik Edit Molnár. Máltíðin kostar 1000 kr. og rennur allur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju. Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni í dag!

Afmæliskaffi Kvenfélags Selfosskirkju

Um þessar mundir er Kvenfélag Selfosskirkju 50 ára. Kvenfélagið er ómetanlegur bakhjarl í öllu starfi kirkjunnar, sér um að framreiða súpumáltíð á sunnudögum eftir messu allan ársins hring, styður við kóra – og æskulýðsstarf kirkjunnar með myndarlegum hætti, sér um fermingarkirtlana auk þess að sjá iðulega um veitingar sem fram eru bornar í safnaðarheimilinu og margt margt fleira. Í tilefni afmælisins bjóða þær í dag öllum eldri borgurum í Árborg til kaffisamsætis á Hótel Selfoss. Ekki í kirkjunni, því það á að vera nóg pláss fyrir alla og svo ætla þær sjálfar, kvenfélagskonurnar að setjast niður og njóta veitinga og skemmtidagskrár í stað þess að þjóna eins og þær eru vanar.  Við hlökkum til að njóta dagsins með þeim.

IMG_0489

Afmælisvikan hefst á sunnudag!

Blöðrumynd

Sunnudaginn 13. mars hefst afmælisvika Selfosskirkju með fjölskyldumessu kl. 11.  Barn verður borið til skírnar, Barna – og Unglingakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár og Ryþmasveit Tónlistarskóla Árnesinga leikur en kennari sveitarinnar er Vignir Ólafsson.  Um stundina sjá sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.  Að lokinni messu verður afmæliskaka í boði og þá verður líka opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar.

Kl. 20 verður kvöldmessa þar sem feðgarnir Arngrímur Fannar og Haraldur Fannar sjá um tónlistina.

Komum til kirkju á sunnudag og fögnum afmælinu!