Það verður nóg um að vera í Selfosskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu.
Messa
Messa verður kl. 11:00, þar syngur kirkjukórinn fallega aðventu- og jólatónlist undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli
Sunnudagskóli verður á sama tíma og þar koma hirðarnir við sögu, Sigurður Einar Guðjónsson spilar undir við sönginn, eitthvað verður föndrað fyrir jólin umsjón með stundinni hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi eftir messu.
Aðentutónleikar
Síðar um daginn kl. 16:00 verða hinir árlegu aðventutónleikar Selfosskirkju, aðgangseyrir er 2500 og rennur hann óskiptur í Tónlistarsjóð Selfosskirkju. Fram koma: Jórukórinn, Karlakór Selfoss, Hörpukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju, Unglingakór Selfosskirkju, Kór FSu, Strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga, Lúðrasveit Selfosskirkju, einsöng synur Halla Dröfn Jónsdóttir.