Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar

Dagana 21. og 28.janúar kl. 19-22 verður boðið upp á námskeiðið Konur eru konum bestar í Selfosskirkju.  Um er að ræða sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem hefur notið mikilla vinsælda og þúsundir kvenna sótt sér til uppbyggingar.  Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Guðbjörg Arnardóttir og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis en skráning nauðsynleg á netföngin gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninnasif@gmail.com eða í síma 8654444 (Guðbjörg) eða 8491321 (Ninna Sif).

Frá æskulýðsfulltrúa

Nú er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir komin að fullu til starfa í Selfosskirkju og er það sannarlega gleðiefni fyrir okkur.  Hér er stutt yfirlit yfir það starf sem hún sinnir og bendum við sérstaklega á 6-9 ára starfið og TTT starfið sem hefst í næstu viku:

Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00
Æskulýðsfundir á þriðjudögum kl. 19:30
Kirkjuskóli Sunnulækjarskóla 1.- 4.bekkur hefst:
24. nóv. kl. 14:45-15:45
Kirkjuskóli Vallaskóla 1. – 4. bekkur hefst:
26. nóv. kl. 13:50-14:50
TTT starf (10-12 ára) í Selfosskirkju hefst:
25. nóv. kl. 15-16.
Foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10:30 – 12:00

Kveðja,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Yfirlit eftir helgi

Það var nóg að gera um helgina í safnaðarstarfi Selfosskirkju.  Kirkjukór Selfosskirkju tók þátt í samsöngsverkefni kirkjukóra í Skálholti á laugardagkvöld.  Á sunnudaginn var líf og fjör í Selfosskirkju þegar Hafdís og Klemmi komu í heimsókn í sunnudagaskólann.  Þá var guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju og skírn í Villingaholtskirkju.

Á Facebook síðu Selfosskirkju má sjá stutt myndband frá helginni.

h+kkirkjkór 2kirkjukórinn

Myndbönd frá safnaðarstarfinu á Facebook síðu Selfosskirkju #lifandikirkja

Við prestarnir í Selfossprestakalli höfum verið að setja inn myndbönd á Facebook síðu Selfosskirkju þar sem við segjum frá lífinu í safnaðarstarfinu í viku.  Við tókum skemmtilegri áskorun sem byrjaði í Garðakirkju og hefur þetta mælst vel fyrir.  Hér er myndband dagsins.

Dagur 6.

Posted by Selfosskirkja on 4. nóvember 2015

 

Slegist í för með fólkinu

Næstu fjóra miðvikudaga verða hér í Selfosskirkju samverustundir um sorg og þá raun og reynslu sem sprettur af missi. Þær hefjast klukkan fimm og þeim lýkur upp úr sex. Allir eru velkomir að koma og slást í för -hver svo sem raunin er. Sumir mæta alltaf aðrir kannski bara einu sinni. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur hefum umsjón með þessu ferðalagi.

Sjá nánar hér

 

 

„Er sorg knýr dyra“ í Selfosskirkju

Hjálpað á fætur

Hjálpað á fætur

Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i nóvember 2015 í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við sorg og missi.

Fyrsta skiptið verður þann 4. nóvmber  kl. 17:00 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574  eða axel.arnason@kirkjan.iseða hjá prestum Selfosskirkju eða kirkjuverði í síma 482-2175. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Selfosskirkju, www.selfosskirkja.is.

Sunnudagsmessan næsta

Ást og kærleikur renna saman

Ást og kærleikur renna saman

Sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur messar að þessu sinni í Selfosskirkju, þann  25.október kl. 11. Barnastarf í kirkjunni á sama tíma. Glúmur Gylfason spilar á orgelið og Kirkjukór Selfoss leiðir söng.  Hugað er að sáningu og uppskeru í textum dagsins. Hugum því að því hverju er sáð í okkur og hverju við sáum. Og síðan aðrir uppskera. Verið öll hjartanlega velkomin.

Biblíulesturinn bíður þín…

IMG_9959Fjóra miðvikudaga í okótbermánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju. Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkur vers, eðli textans sem og sögu hans. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17 miðvikudaginn 7. október og lýkur rétt fyrir 18:30. Vinsamlega skráið ykkkur á www.selfosskirkja.is eða með því að hringja skráningu í kirkjuvörð Selfosskirkju, Guðnýju Sigurðardóttur síma 482 2175. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

Vinsamlega nýtið þetta form til skráningar:

Nafn (verður að ská)

netfang (verður að ská)

Einhver ósk um efni sem taka mætti fyrir, vers eða kafla?